Helgarstuð

Hér hefur verið ákaflega mikið og ánægjulegt helgarstuð ef svo má að orði komast.  Á föstudaginn hélt húsbóndinn upp á XL ára afmælið sitt með fínustu pizzuveislu og fínum tertum í eftirmat.

Þrjátíu og einn af nánustu fjölskyldumeðlimum heiðruðu hann með nærveru sinni.  Þannig að hér voru þrjátíu og einn maður plús einn köttur á föstdudaginn.  Mjög gaman að hitta alla.

Á laugardaginn kom einn af ömmustrákunum og var hjá ömmu í rólegheitunum.  Í dag komu svo þrír af fjórum mögulegum ömmustrákum í heimsókn.  Kjötbollur voru efst á óskalistanum svo amma fór og fjárfesti í hakki og bjó til þessar dásamlegu kjötbollur með grænmeti á wok pönnu, hrísgrjónum og brúnni sósu.

Það var vel borðað og í eftirrétt voru svo kökurnar sem urðu eftir á föstudaginn.

Á morgun koma a.m.k. tveir ömmustrákar, þar sem leikskólinn er lokaður svo það er engin hætta á að mér leiðist neitt.  Það er alltaf nóg að bralla með fjöruga en góða stráka í heimsókn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Til hamingju með húsbóndann, já það er alltaf gaman að fá barnabörnin í heimsókn

knús

Svanhildur Karlsdóttir, 14.4.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Til hamingju með bóndann, hef bara ekkert heyrt frá þér.....gaman hvað margir komu

Hulda Margrét Traustadóttir, 14.4.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband