mán. 7.4.2008
Letilíf í bloggheimum en hamagangur þess utan
Það bitnar á blogginu þegar nóg er að gera. Kannski lifir bloggheimurinn það alveg af að missa einn og einn dag út hjá mér?
Nú er þannig mál með vexti hjá mér að ég mun halda málverkasýningu á Hótel Djúpavík frá 1.júní til 15.júlí. ég fer til útlanda 10.maí og verð til 24.maí þanig að ég ætla að vera búin að ganga frá öllum myndunum á sýninguna áður en ég fer út. Helst að koma þeim á staðinn líka.
Ég er dottin í gírinn að mála myndir og þær renna frá mér eins og á færibandi. Verst að ég hef varla tíma til að mála heldur þar sem það er svo mikið að gera í hinum ýmsu snúningum!
Ég er einnig að fullklára gamlar myndir sem hafa legið ósnertar lengi.
Ganga frá köntum og merkja herlegheitin.
Þetta er smá sýnishorn, annars hvílir mikil leynd yfir sýningunni!
Athugasemdir
Nú verður þú að minna okkur á þegar nær dregur, ég ætla sko að mæta, bíð spennt. Kærleiksknús
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 00:43
Dugnaður í þér kona
Svanhildur Karlsdóttir, 8.4.2008 kl. 03:59
Hæ, hó og hamagangur á Hóli !!! Það er ekki tekið út með sældinni að vera listamaður og það veit Vilborg sem ljóðskáld....Bara vegni þér sem best í undirbúningi sýningar í Djúpuvík - Stend með þér " All the way" Kannast við þjáninguna.....love Magga systir....."L'ifið er erfitt " en Örn Ingi er besti kennarinn.....
Hulda Margrét Traustadóttir, 8.4.2008 kl. 20:51
Þakka ykkur fyrir góðar kveðjur. Það hefur margt breyst á þessari mynd, til hins betra. Það sjá væntanlega glöggir áhorfendur á sýningunni. Magga þetta er allt þér að þakka (eð kenna) eftir því hvernig á það er litið. Þú smitaðir mig. ;-)
Ketilás, 8.4.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.