Aprílgabb???

Ef það væri 1. april hefði ég bókað þetta sem aprílgabb. Ég fyllti á bílinn í gær svo ég hrópa nú ekkert húrra fyrir þeim.

Dálítið dónalegt m.a.s. að skella á svona skyndilækkun og hækka svo aftur samdægurs.

Gagnvart fólki eins og mér sem fyllir bílinn sinn daginn fyrir skyndilækkun.

Í ljósi gífurlegra hækkana undanfarið er þetta bara smáræði fyrir þá.Eins finnst mér að þeir ættu að lækka verðið til þeirra sem klárlega verða að nota bíla. Ég hef t.d. ekkert val með það. Ég hef ekki heilsu til að hlaupa á eftir strætó eða ganga langar leiðir. Ég er því algerlega upp á bílinn minn komin með að fara milli staða.

Það kostar sitt.


mbl.is „Gríðarleg ánægja með lækkun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, ergilegt, ég þarf alltaf að nota bílinn svo ég vil lægra bensín og er til í að styrkja bílstjórana í mótmælum ef með þarf.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Agný

Ég var svo heppin að vera nýbúin að fylla bílinn þegar þeir skelltu þessari hækkun á um daginn...þannig að ég hlýt að hafa grætt ....svona þegar upp er staðið

Agný, 3.4.2008 kl. 01:56

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég gæti svo vel hugsað mér að leggja alveg einkabílnum og nota metró svona dags daglega...ef hann væri til :)

Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: G Antonia

kvitt og góða helgi Vilborg

G Antonia, 5.4.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband