Nýtt fyrir okkur

Það er alltaf vafaatriði hverju svona aðgerðir skila. Ég sá starx fyrir mér að ef einhver væri í bíl með mér sem fengi áfall eða veiktist skyndilega, hvað ég gæti þá gert innikróuð í umferðarteppu?

Ég tók alltaf aðra leið en stróru bílarnir sem ég sá í kring um mig í dag og beygði í tíma þegar ég sá umferðarteppuna við Kringluna. (Fór að ráðum umferðar Einars en hann ekur aldrei á móti sól þegar hún er lágt á lofti).

Alla vega þá er þetta nýtt fyrir okkur hér á Íslandi og mér finnst það ekki eftirsóknarvert verð ég að segja.
Allir sjóflutningar komnir á land og allir treysta á flutningabílana. (Þó svo eru vegirnir ekki undir það búnir neins staðar).
Nú er kannski lag að stofna skipafélag um flutninga kring um landið?
Að vísu er olían líka dýr fyrir skipin. Það er þó aðeins erfiðara að hefta för þeirra og skapa "umferðarhnúta".

Nær væri að stöðva umferð að bensíndælunum heldur en að láta saklaust fólk sem er líka búið að borga fúlgu fyriir dropann á bílana sína líða fyrir þessar aðgerðir.
Þá væri komið í veg fyrir að fólk væri yfir höfuð að eyða í bensin og olíu.


mbl.is Vegi lokað við Rauðavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir það, saklaust fólk verður alltaf fyrir barðinu á slíkum aðgerðum. Menn hefðu frekar átt að mótmæla við höfuðstöðvar olíufélaganna en við þinghúsið. Grundvallaratriði er að láta vita fyrirfram af slíkum mótmælum, verst er þegar þetta kemur öllum að óvörum.

Marta B Helgadóttir, 29.3.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband