Flugvöllinn inn í Hólmsheiði!

800px-North_east_Line_tunnels

 


 

 

Mikið hefur verið rifist um flugvöllinn okkar í Vatnsmýrinni.  Einhverjir pólitíkusar tóku upp á því að versla með hugmyndina að því að færa hann burt fyrir fáein atkvæði.   Hólmsheiði hefur nokkuð verið nefnd sem staður fyrir nýjan flugvöll.  Fróðir menn telja hana afleitan stað vegna veðurskilyrða.  Bæði ísingar og uppstreymis eða sviptivinda.  

Ég var að djóka með þetta hér eitt kvöldið að það næsta sem kæmi í fluvallarmálinu væri að hafa hann niðurgrafinn. Þá fékk ég hugljómun! 

Fyrir nokkuð mörgum árum þurfti ég að láta eyða geitungabúi sem staðsett var í grjóthrúgu við innganginn hjá mér. Erlingur skordýrafræðingur kom og eyddi búinu og síðan benti hann mér á þegar fáeinir geitungar komu og ætluðu inn í búið sem var farið.  Þeir stilltu sig inn og komu alltaf að á nákvæmlega sama stað en hurfu svo frá þegar ekkert bú var til staðar.  "Þeir eru með eins konar radar í höfðinu" sagði Erlingur.

Út frá þessu fór ég að velta fyrir mér að auðvitað eru allar flugvélar með fullkominn aðflugsbúnað og  gætu allt eins miðað sig inn í göng eins og geitungarnir!  Það mætti sprengja sig inn í Hólmsheiðina og gera þar góða aðstöðu fyrir flug og farþega.   Gera síðan brautir sem lægju inn í heiðina og hafa flugvöllinn þar niðurgrafinn.

Vissulega yrði "gangamunninn" að vera nokkuð rúmur og það þyrfti að vera opið á nokkrum stöðum.  

 

Það starf ætla ég hins vegar að eftirláta verkfræðingunum.   Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góð hugmynd

Svanhildur Karlsdóttir, 24.3.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hí hí hí, skondin hugmynd 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gæti orðið vandamál með "snertilendingar" en vandamálin eru til að leysa þau ekki satt?

Vilborg Traustadóttir, 24.3.2008 kl. 15:47

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 24.3.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ragnar Bjarnason, 24.3.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband