Páskahretið var í nótt

Þá er Páskahretið afstaðið, eða það skulum við vona.  Arfavitlaust veður í nótt og föl yfir í morgun.  Það er þó farið að grilla í sól núna og vonandi er hretið bara búið.  Þó nokkur vindur er þó enn þá.  Það hvín og syngur í blokkinni.  

Erum í rólegheitunum hér heima með fjóra "prinsa" en tveir þeirra gistu í nótt og hinir tveir hringdu í morgun og báðu um að verða sóttir.  Þá er eins gott að eiga nóg Playmo en amma hefur verið iðin við að panta það á Ebay.  Bátar skip og bílar bruna um og svo gegur Toy Story undir öllu saman.

Í morgun fundust ekki ein þyrla og ein flugvél sem "prinsarnir" komu með með sér í gistingiuna.  Við ræddum fram og aftur hvort leikföngin hefðu hugsanlega "brugðið sér af bæ" eins og þau gera í Toy Story. Eftir ítrekaða leit fannst þyrlan í glugganum og flugvélin við Playmo-geimstöðina!

Sem var MJÖG grunsamlegt svo ekki sé meira sagt.  Okkur fannst ýmislegt benda til þess að þyrlan og flugvélin hefðu jafnvel tekið eftirlitsflug í kring um blokkina í það minnsta.

Hvað um það, það er gott að allt kom í leitirnar.

Síðan fórum við líka í skollaleik og var mikið gaman og mikið hlegið.

Nú er kjúklingur að marinerast í ísskápnum og verður hann snæddur í kvöld.  

Uppskrift að norðan. Tounge

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehe, alltaf gaman að litla fólkinu og þeirra dóti.....

Gleðilega páska

Svanhildur Karlsdóttir, 20.3.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilega páska.

Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vona svo sannarlega að kjúklingurinn hafi bragðast eins vel og hjá okkur í kvöld...allir ánægðir  Og Solla búin að fá nöfnu - flott Sólveig Harpa - sú hlýtur að vera ánægð  Það er líf og fjör hjá okkur og drengir og stúlkur bræða ömmuna og afann uppúr skónum

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.3.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

GLEÐILEGA P'ASKA

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.3.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband