þri. 18.3.2008
Dauði eins er annars brauð
Útflutningsgeirinn er í góðum málum eftir gengisfall krónunnar. Eigum við að segja leiðréttingu hennar.
Nú fá t.d. sjómenn og útgerðarmenn þá hækkun sem þeir hafa talað um að hefði átt að vera undnfarið ár eða lengur.
Sumir m.a. þeir halda því fram að gengi krónunnar hafi verið tjúnnað upp of lengi.
Ég veit ekki hverra hagsmunir það eru ef satt er.
Það hlýtur að vera best fyrir alla aðila að halda henni í jafnvægi miðað við aðra gjaldmiðla.
Aðrir gjaldmiðalar eru að falla líka en ekkert í líkingu við krónuna okkar sem segir sína sögu um raunverulegt gildi hennar.
Gríðarlegt flökt á krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.