Góðan daginn!

Góðan daginn segir maður gjarnan á morgnana við þá sem maður hittir svona í morgunsárið.

Hvort sem það er ektamakinn,  nágranninn í lyftunni eða stúlkan í bakaríinu.   Yfirleitt fær maður sama svar til baka.  Góðan daginn!

Stundum hef ég velt fyrir mér ef einhver svaraði mér einhverju öðru eins og t.d.  "hvað er svona gott við hann"  eða "er kominn dagur hjá þér"?  

Hvernig yrði mér við? 

Ég lenti í því í tvígang um daginn að segja góða kvöldið um miðjan dag.  Þetta var dálítið pínlegt því þetta var í vinnunni hjá manninum mínum.  Ég fóðraði þetta í fyrra skiptið með einhverju aulalegu eins og þú varst eitthvað svo "kvöldlegur" þarna bak við borðið.

Svo gekk ég fyrir horn og sagði glaðlega við tvo næstu menn,  góða kvöldið!  Já svaraði annar þeirra, og við manninn minn,  við förum þá bara heim núna.

Ég ákvað strax að halda mig fjarri vinnustað og vinnufélögum mannsins míns um tíma.  

Alla vega fram að næstu árshátíð.  Þá mun ég vafalaust ganga keik í salinn og bjóða góðan daginn!W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 15.3.2008 kl. 07:15

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær

Marta B Helgadóttir, 15.3.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband