Flugvallarmálið út af borðinu?

Er ekki kominn tími til að taka endanlega ákvörðun í málinu?   Ég tel að hafa ætti samráð við flugmenn og þá sem vit hafa á málinu.  Það var fróðlegt að heyra stutt viðtal við Arngrím (hjá Atlanta) í sjónvarpinu í gær. 

Hann færði rök fyrir veru flugvallarins þar sem hann er og því hvernig Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur leysa hvern annann af í vissum veðurskilyrðum.

Sá möguleiki hverfur ef flugvöllurinn verður fluttur suðureftir.

Hann taldi einnig af og frá að hafa flugvöll á Hólmsheiði.

Ákvörðun þarf að taka til að hægt sé að byggja upp til frambúðar á flugvallarsvæðinu. 

Ég segi flugvöllinn þar sem hann er og byggð á Hólmsheiði og þessvegna líka á Lönguskerjum. 

 

 


mbl.is Rætt um bráðabirgðaflugstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Björk Jóhannsdóttir

Heyr heyr!

Eyrún Björk Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eftir því sem manni skyldist á nýjasta meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur (eða er hann ekki ennþá?) þá á flugvöllurinn að vera áfram um sinn á sínum stað. Það vantar flugstöð og því þarf að reisa eina slíka sem rúmar bæði Flugfélagið og Iceland Express, þar til borgaryfirvöldum þóknast að samþykkja nýja Samöngumiðstöð. - Stríðsminjarnar, sem núna eru flugstöð, eru löngu sprungnar. -Ef Reykjavík á að vera höfuðborg landsins með allri þeirri þjónustu við aðrar byggðir, sem því fylgir, verður flugvöllur að vera þar sem hann er....og hana nú! 

Haraldur Bjarnason, 12.3.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Heyr heyr! :-)

Vilborg Traustadóttir, 12.3.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband