Ef þú smælar..

Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig söng og syngur Megas.

Nokkuð til í því.

Mér verður oft hugsað til ömmu minnar Guðfinnu. Hún fékk lömunarveiki ung og varð því að reiða sig á aðstoð  frá öðrum í svo mörgu.

Hún var afar lífsglöð kona og hló framan í heiminn. Viðbrögð heimsins voru væntumþykja og virðing, já og hlátur á móti.

Í mínum veikindum og baráttunni með MS sjúkdóminum hef ég oft hugsað til hennar ömmu. Hvernig ætli amma hefði tæklað þetta?  

Ég fékk afar slæmt MS kast árið 1998 eftir erfiða vinnutörn. Ég var send á sjúkrahús þar sem ég fékk stera í æð til að stöðva kastið. Fyrsta daginn á sjúkrahúsinu leið mér engan veginn.  Þ.e. mér var sama um allt.  Kallast það ekki að vera sinnulaus?

Þar sem ég lá algerlega lömuð vinstra megin í líkamanum og með höfuðið eins og fullt af bómull, var mér alveg sama hvað yrði um mig.  Það hvarflaði að mér dálitla stund að betra væri að fá að fara en vera svona lömuð árfam.  Mig langaði til að deyja.

Ég hugsaði um fjölskylduna mína og ég hugsaði til ömmu. 

Daginn eftir vaknaði ég og  tók ákvörðun,  ég skal!  

Sagði við hjúkkurnar, ef annar helmingurinn bilar þá nota ég bara hinn!  Ég fór þetta á frekjunni. Samsjúklingur spurði mig hvort ég væri ekki í stuði?  Ég sagði "nei, ef ég væri í stuði hefði ég farið á ball en ekki inn á spítla".  (það var rosalega mikið um heimsóknir til hennar og mikil læti og þys, sem pirraði mig um tíma).  Mér var dröslað fram að horfa á Spaugstofuna, mér fannst þeir ofboðslega leiðinlegir.  Bað konurnar í guðanna bænum að hjálpa mér inn því ég væri að drepast úr leiðindum!

Ég lét þau boð út ganga að ég hefði lagst inn á spítala til að ná mér en ekki til að taka á móti gestum. 

Ég lét finna fyrir mér og vissi hvað ég vildi.  Ég vildi ná mér aftur.   

Seinna sá ég húmorinn í aðstæðunum og vissi að frekjan, já og lífsgleðin myndu fleyta mér áfram í lífinu.

Í dag hef ég fengið mátt aftur vinstra megin en þarf þó stundum að ganga við staf þar sem vinstri fóturinn er máttlausari en sá hægri. 

 

Kæri bloggvinur;  Farðu vel með þig - það er nefnilega bara til eitt eintak af þér. Kissing 

Þetta er athyglisverð niðurstaða. Þó er ekkert skrýtið við það að skapgerðareiginleikar erfist eins og aðrir eiginleikar. 


mbl.is Hamingjan er arfgeng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er ekki ólíklegt ap slíkt erfist eins og margt annað - Pabbi er nú frekar léttur og systurnar Ester og Emma voru afar hamingjusamar og ég held að ekkert af okkur systkinunum glími við þunglyndi  Erum frekar létt á bárunni ef svo má segja......Amma Guðfinna var náttúrulega algjör perla og hláturinn hennar afar smitandi  

Þó ég hafi ekki komist suður - því miður - þá leggst ég ekki í rúmið í sorg og sút, maður kyngir þessu bara og heldur áfram.....en góða skemmtun á morgun og syngið lásý lag fyrir mig

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.3.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Ketilás

Magga, þú ættir nú bara að hoppa upp í næstu rellu og mæta í gleðskapinn! :-) (Ippa)

Ketilás, 7.3.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: G Antonia

Gaman að lesa þetta og lýsir karakternum þér, dugleg og drífandi, léttlynd og ákveðin og mest þó fannst mér lífsgleðin einkenna þig þennan stutta tíma sem við vorum samvista í Póllandi. Mér finnst alltaf gaman að hafa verið í "shopping" center með þér á 50 ára afmælisdaginn þinn, Ég verð 50 á þessu ári og ætla að vera í útlöndum þá ... veit ekki hvar!!!

Gangi þér vel Vilborg <3

G Antonia, 8.3.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband