Góður dagur með fjölskyldu og vinum

Dagurinn í dag var einstaklega góður en líka tregablandinn.  Sonarsonur okkar er hjá okkur núna þar sem pabbi hans fór á sjóinn í dag.  Þeir eru búnir að vera saman tveir í þrjár vikur og hafa átt hvorn annann algerlega "skuldlausan" þetta tímabil.  Þó pabbinn væri að vinna lítillega með vini sínum nokkra daga voru þeir nánast óaðskiljnlegir þess á milli.  Þeir skelltu sér m.a. til Akureyrar að "kaupa ís" eins og þeir orðuðu það. Flugu fram og til baka í punktaflugi sama daginn.  Mikið ævintýri hjá þeim.  W00t

Ég og guttinn brösuðum svo saman í dag og skruppum að versla og svona.  Það er auðvitað alltaf erfitt að kveðjast en drengurinn stóð sig ótrúlega vel þó maður fyndi auðvitað spennu í honum, sérstaklega eftir að pabbinn var farinn.  Þeir töluðust svo við í símnum fyrir svefninn og munu klárlega gera það daglega meðan sá eldri er á sjó.Sleeping

Svo var ég líka að benda þeim á að það væri stutt til páska og að líkindum yrði skipið í landi yfir helgidagana.  Svo við værum að tala um tvær vikur í þetta sinn!Wizard

Loðnuvertíðin er líka að styttast vegna þess að loðnan fer að hrygna og hætt við að botninn detti úr þessu fljótlega. Pinch

Síðan borðuðum við, afinn, amman og sonarsonurinn kvöldmat með góðum vinum í frábæru yfirlæti. Ég er svo þakklát fyrir þá góðu vini sem við eigum og hvað lífið getur verið gott.  Vinir eru einmitt þeir sem taka manni eins og maður er með öllum kostum OG göllum.Halo

Þakklát fyri góða fjölskyldu og bestu barnabörn í heimi (þegar þau vilja).  Sideways

Í guðs friði kæru vinir,  Vilborg væmna......Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Kalla þetta nú ekki væmni væna, svona er lífið heilsast og kveðjast og allt það sem því fylgir.  Ekki alltaf auðvelt. En gott að barnabarnið er sátt hjá ömmunni og afanum ...hvað annað ?? Er nú líklega með all góða þjónustu ef ég þekki ykkur rétt Gangi ykkur vel áfram

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.3.2008 kl. 07:11

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Yndislegt að eiga góða fjölskyldu, og gott að loðnan kallaði, minn stjúpsonur var orðinn mjög svartsýnn

knús

Svanhildur Karlsdóttir, 5.3.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Agný

Ég held að við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hversu mikilsvirði fjölskyldubönd/tengsl eru og vina tengsl líka. Maður er ekki alltaf nógu duglegur að rækta þessi tengsl...Ég ólst ekki upp við mikil fjölskyldutengsl eða það sem kallast stór fjölskyld a, kynntist aldrei möður afa og ömmu og mamma átti bara einn bróður . Pabbi lang yngstur og öll systkini hans í höfuðborginni nema ein systir en hún var elst og bjó það langt í burtu lengi vel að ekki var mikið um hittinga..

Ég hugsa að það hafi ekki verið algengt í kringum 1940 að fólk væri að skilja en foreldrar pabba gerðu það þegar hann var 5 ára...  Já maður má vera þakklátur fyrir að eiga stóra fjölskyldu og ekki síst ef að hún er samheldin, það er jú megin málið held ég. Knús til þín vinkona og Geirs.

Agný, 5.3.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband