Þetta er allt í sómanum?

Ég get ekki séð hvernig það er "allt í sómanum" að draga útgerðir á asnaeyrunum með þetta?  Ráðherra virðist vera búinn að ákveða að loðna verði ekki veidd á þessari vertíð.  Það á að bjarga þorskstofninum með því að þurrka út loðnuveiðarnar.  Mikil vonbrigði.  Skil vel áhyggjur sjómanna sem eiga afkomu sína undir því að einhver loðnukvóti verði leyfður á vertíðinni.  Ég vona að hagsmunir allra verði teknir að þessu borði þó seint sé en ekki eingöngu hagsmunir sumra útgerða.  Arg!!!Woundering
mbl.is Loðnumælingar standa enn yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr Vilborg...takk fyrir stuðning, skilning og góðar kveðjur til okkar sem bíðum, óttumst það versta og að ákvörðun sé löngu ákveðin. Þetta er okkur mikið áfall. Það er ekki verið að biðja um mikið, aðeins að veiði verði leyfð á þeim kvóta sem Hafró var búinn að mæla og ætti því að vera til. Mæling sem bráðbiðarkvóti var gefin út fyrir síðast haust og síðar tekinn af þegar við ætluðum að byrja veiðar seint um síðir í febrúar.  Gott hefði verið að þessi tæpu 6000 tonn sem Norskir fengu að veiða væru fyrir okkur, eða tveggja daga veiði. Því á sama tíma var okkur uppálagt að veiða 3000 tonn á sólahring. Afla tala Norðmanna þennan umrædda dag sem ráðherra hefur gefið út leyfi ég mér að draga í efa ? Að 40 skip hafi aðeins veidd hvert um sig 145 tonn á 24 tímum, mjög ólíklegt. Dæmi eru um að Norskir voru að landa hér um 1500 tonn eitt skip. Hvernig skildi sá afli hafa verið tékkaður af sem sigldi til Noregs? Ég veit að við verðum að sigla allt að 200 sjómílur í tékkpunt þegar við erum í Norskri lögsögu. En kannski er okkar ráðherra búinn að fá því aflétt, því svarar hann vonandi fljótlega þá væri það mjög gott fyrir okkur. En með bestu  kveðjum  vitna ég í kirkjugarðshliðið okkar Eyjamanna og vona að allt verði í sómanum;-)"ég lifi og þér munuð lifa" Kristófer H Helgason Álsey VE 2

Kristó... (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Menn eiga að standa við orð sín, Það var búið að gefa út veiðiheimildir á ákveðið magn. Þaðð átti að standa. Þetta er bara hringlandaháttur í Hafró og einhverjir "stjörnusælar". Nema þeir séu að þóknast fyrirframtekinni ákvörðun??? Garg!!!

Vilborg Traustadóttir, 27.2.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafró ruglar margan manninn.  Veiða loðna, ekki spurning í mínum huga, miða við það sem ég hef heyrt frá mörgum sjómönnum.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já ekki spurning, málið er að Hjálmar er hættur hjá Hafró, hann hélt þeim greinilega niðri á jörðinni með þetta...

Vilborg Traustadóttir, 27.2.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband