BLOGGIÐ

Ég frétti af fjalli um daginn.  Þetta var ekki stórt fjall.  Reyndar var þetta pínu-ponsu-lítið fjall.  Það er víst svo lítið að það má nánast kalla það hæð eða hól, jafnvel þúfu.  

Ástæða þess að ég nefni sérstaklega þetta tiltekna fjall er sú að ég er komin í "bloggþrot".

Allar þær fréttir sem brenna á mér verða skyndilega vart svipur hjá sjón þegar ég sest við tölvunu.  Þær hreinlega gufa einhvern veginn upp.  Verða að lítilli þúfu. 

Ég er gersamlega rökþrota og stend algerlega varnarlaus frammi fyrir þessu vandamáli.

Því datt mér í hug að blogga um málið og viti menn.  Skyndilega er þetta ekki-frétt.

Segið svo að bloggið sé ekki að virka!  Það svínvirkar.  

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi (fjalli).

Nú fer ég alsæl að horfa á Forbrydelsen vitandi það að ég gersamlega rúllaði bloggheimum upp í eitt skipti fyrir öll!

Þetta var BLOGGIÐ! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hei. Þú ert komin í takt við aðra leiðinlega bloggara ..........sorry....hvað á þetta að þýða en þú ert náttúrulega snillingur !

Hulda Margrét Traustadóttir, 24.2.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he he, þú ert nú meiri kellinin. Fattaðirðu þetta virkilega svona fljótt?

Vilborg Traustadóttir, 24.2.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú verður bara að taka þér frí þá daga sem andleysið dynur yfir. Það er ekkert bannað.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það eri mjög margir andlausir um þessar mundir á blogginu af hverju sem það nú er og ég sömuleiðis. Kannski er mannskapurinn að koma undan vetri (eða feldi) bráðlega, við skulum bara vona það.

En BLOGGIÐ þarna er snilld hjá þér.

Marta B Helgadóttir, 24.2.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já bara láta þetta í Guðs hendur bloggvinkona mín

og Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 24.2.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æ þakka ykkur fyrir.

Vilborg Traustadóttir, 25.2.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband