fös. 22.2.2008
Bósi ljósi
Nýr Bósa ljósa búningur er að gerjast í höfðinu á okkur Sollu systir. Barnabarn mitt kom með mér til hennar og óskaði eftir aðstoð hennar við að sauma búninginn. Bósi ljósi er vinurinn í Toy story! All vígalegur kappi en klaufalegur að sama skapi.
Við strekktum okkur upp úr flensunni í dag til að viða að okkur efni.
Svo er bara að sjá hvað við getum gert. Þ.e. hvað Solla getur gert! Ég er með tíu þumalputta á hverri hendi svo ég get lítið annað en verið "móralskur stuðningur".
Ég skal lofa ykkur að sjá mynd af herlegheitunum þegar verkið er fullunnið.
Solla er snillingur í gerð grímubúninga og við barnabarn mitt því í góðum málum.
Vonandi..........
Athugasemdir
Ef að ég sest við saumavél, þá spretta upp 10 þumalputtar
Svanhildur Karlsdóttir, 22.2.2008 kl. 18:50
Hlakka til að sjá myndir af verkinu fullgerðu. Góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 20:35
Ef þú villt skal ég senda þér mynd af Sölva í Bósa búningnum sem hann á inni í skáp..veit bara ekki alveg á hvaða netfang ég á að senda..
Stella.
Stella (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:32
Hann heitir Bósi ljósÁR
Stella (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:38
Hæ Stella, netfangið er ippa@simnet.is......Kannski væri hægt að fá að sníða eftir honum og sjá hugmyndir? Takk.
Vilborg Traustadóttir, 23.2.2008 kl. 10:51
Gangi ykkur vel systur mínar, ekki sauma í puttana eða verða ergilegar....
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.2.2008 kl. 14:25
Puttar enn heilir. Allt í fullum gangi. Heyrumst.;-)
Vilborg Traustadóttir, 23.2.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.