Djúpavík

Það er gaman að sjá hve margvíslegar uppákomur hafa verið haldnar á þessum fámenna stað á undanförnum árum. Það er rekið hótel á staðnum og það hefur auðvitað haft sitt að segja um það að ferðamenn hafa komið norður á Strandir og kynnst hinu einstaka landslagi, hinu einstaka mannlífi og hinni friðsælu náttúru.

Ég er svo heppin að hafa tekið saman sögu síldaráranna í leikrit sem ég kaus að nefna Eiðrofi eftir fossi sem fellur nánast þráðbeint ofan við hótelið á staðnum.

Leikfélag Hólmavíkur tók efni út úr þessu leikriti og sýndi vikulega eitt sumar í Riis húsi á Hólmavík. Þau fóru einnig hringferð um landið með stykkið sem þau nefndu Djúpuvíkurævintýrið. Ég fann nýlega fréttir af þessu á vefnum undir leikfélag Hólmavíkur og þar er leikþátturinn sagður eftir Sigurð Atlason en unninn upp úr leikriti mínu.

Það var ákaflega gaman að safna gögnum og ræða við fólk sem mundi þessa tíma síldarævintýrisins á Djúpuvík.

Leikritið er til hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga.

Það var frábært að hlýða á hljómsveitina Sigurrós leika í gömlu verksmiðjunni á Djúpuvík fyrir tveimur árum. Verksmiðjan lifnaði skyndilega við og maður sá ljós út um glugga hennar og heyrði drunur. Fann líf!

Þó heldur kyrrlátara verði eflaust yfir skákmönnum er gaman að vita til þess að menn komi saman á þessum sögufræga stað til slíkst viðburðar sem skákmót er.

Umfram allt er þó gott að komast til Djúpuvíkur með fjölskyldu og vinum og njóta þess einfaldleika sem staðurinn býður upp á. Ásamt bátsferðum, sigligum og leik sem fylgir.  Njóta þess að vera til!


mbl.is Alþjóðlegt skákmót í Djúpavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband