Bloggvinir með vörtu.....

Bloggvinir með vörtu eru alvarlega að íhuga að hittast.  Það að hafa vörtu gerir fólk afar sérstakt.  Ekki síst á tímum lýtalækninga og fegrunaraðgerða.

Bloggvinir með vörtu eru að hugsa um að taka sumarbústað á leigu yfir eina helgi til að "hrista" hópinn saman.  Þá eru þeir aðallega að hugsa um andlegt pepp til að láta ekki tilleiðst og láta fjarlægja vörtuna. 

Einnig að hafa það huggulegt saman og finna hve það að hafa vörtu getur sameinað aðila.

Áhugasamir látið vita.....Wink  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æ...var að fatta það núna að ég lét fjarlægja mína...hún bar við annað brjóstið....kannski nægir að sýna örið...nei held ekki....

Vilborg Traustadóttir, 19.2.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hm, held þú sért á gráu svæði ! Ég er allavega ekki með vörtu svo ég get ekki verið með

Hulda Margrét Traustadóttir, 19.2.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er alltaf á gráu svæði, hélt þú vissir það. Vona samt að ég sleppi við gráa firðinginn....en gáðu allann hringinn hvort það er örugglega engin varta????;-)

Vilborg Traustadóttir, 19.2.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er með vörtu á nefinu - fremst !

Er ég þá gjaldgeng í félaginu?  

Marta B Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já! Þú ert betur gjaldgeng en ég sem lét fjarlægja mína. Verð bara að krossa putta að ég fái aðra. Get ekki reynt að svindla eða láta tattúa á mig vörtu, það kemst upp við nánari skoðun.:-( Kannski verð ég að afsala þessu yfir til þín? ;-)

Vilborg Traustadóttir, 20.2.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég blogga um þetta á spaugsaman hátt einhvern næstu daga ef ég má???

Marta B Helgadóttir, 24.2.2008 kl. 13:38

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já Marta, Boltinn er núna hjá þér, þar sem ég er uppvís að vörtuleysi!!!;-)

Vilborg Traustadóttir, 24.2.2008 kl. 19:54

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ef í harðbakka slær gætirðu kannski málað á þig eitt stk eða svo

Marta B Helgadóttir, 24.2.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband