Ketilássíðan opnar í dag

Hér kemur fundargerð nr tvö sem mun fara á síðuna.

Fundur í Ketilásnefnd 4.nóv 2007-

Fundur hefst kl.11.00 á heimili formanns. Hafði verið boðaður 3.nóv kl 16.00 á Bláu Könnunni. Gjaldkeri boðaði forföll. Formaður og ritari mættu en formaður frestaði fundi sökum mannmergðar á Bláu Könnunni.

Fundarefni:

1: Fá Ketilásinn – kostnaður.

2: Ræða við Storma.

3: Opna síðu vegna hugmyndavinnu o.fl.

4: Önnur mál.

----

1: Ákveðið var að formaður negldi húsið helgina fyrir verslunnamannahelgi 2008 og fái tilskilin leyfi. Einnig ákveðið að ræða kostnað þegar nánar er vitað um hann.

2: Ritari ræði við Theódór Júlíusson um að fá hljómsveitina Storma til að spila á ballinu.

3: Ákveðið að opna bloggsíðu í framhaldinu undir nafninu Ketilás08.blog.is (Moggabloggið) sem vettvang umræðu fyrir “come-backið”.

Eftirfarandi opnunarávarp samið:

Haus á síðu “Ketilás 2008”

Undirritaðir hafa hist og talað saman um að standa fyrir “come-back” dansleik á Ketilási laugardaginn 26. júlí 2008. Dansleikurinn verður ætlaður fyrir 45 ára og eldri. Þ.e.a.s.aldurshóp frá gullaldarárum staðarins þar sem siglfirðingar, ólafsfirðingar og skagfirðingar komu saman til skemmtanahalds. Búið er að festa helgina og hljómsveitina Storma frá Siglufirði. Gaman væri að fá ykkur sem flest til liðs við okkur. Látið okkur endilega vita hvað ykkur finnst og einmitt til þess opnum við þessa bloggsíðu hér með!

F.h. sjálfskipaðrar undirbúningsnefndar:
Vilborg Traustadóttir, ritari

Aðrir í nefndinni:
Margrét Traustadóttir, formaður
Gísli Gíslason, gjaldkeri

4: Önnur mál: Allt sem við viljum er friður á jörð.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.35


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flott - svo er bara að sjá, hvernig öðrum kann að finnast...og geta um það að húsið er fengið og hljómsveitin...... tralalalala

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.2.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Noh, bara farið að plana sumardjammið??  ekki slæmt. Kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband