mán. 28.1.2008
Er grasið grænna hinu megin?
Stundum þegar börin eru vaxin upp og breytingar hafa orðið á heimilishaldi er nokkuð um það að aðilar fari að líta í kring um sig. Ósjálfrátt kveikja þeir á gamla móttakaranum sem við notuðum svo óspart á yngri árum í makaleit. Já og sendinum líka. Það er kannski ekkert skrýtið við þetta. Maður er allt í einu staddur inni á sínu eigin heimili með manneskju sem maður hefur deilt lífinu með og alið upp börnin en telur sig ekki þekkja lengur. Gengið í gegn um uppeldið saman og tekið ýmsar ákvarðanir tengdar því.
Það er misjafnt hvað hjón gera mikið saman annað en að stússast í þessu venjulega heimilishaldi og uppeldisstörfum. Þegar börnin eru flutt að heiman reynir alla vega dálítið á hjónabandið. Ég og maðurinn minn horfðum hvert á annað þegar sá yngsti flutti að heiman og sögðum nánast samtímis. Nú sitjum við uppi hvert með annað. Svo skellihlógum við gegn um gleðiblandin tregann. Það er nefnilega líka svo ánægjulegt að vita að börnin manns eru á leið út í lífið á sinum eigin forsendum. Auðvitað höfum við ánægju af að styðja við þau árfam eftir aðstæðum.
Við vorum svo heppin að fá barnabörn og ég hellti mér í "ömmuhlutverkið" og er hvað stoltust af "ömmutitlinum" af þeim titlum sem ég hef borið um ævina.
Ég er mannleg og hlutirnir ganga ekki alltaf eins og ég hefði helst viljað en einhvern vegin hef ég borðið gæfu til að una glöð með minni fjölskyldu og með mínum sköllótta kalli. Gegn um súrt og sætt.
Það er kallað "grái fiðringurinn" þegar fólk á þessum aldri fer að kíkja eftir öðrum og "opna fyrir móttakarann". Grái fiðringurinn er líffræðilegur og er í raun hormónabreytingar. Hormónarnir fara að stjórna gerðum einstaklinganna umfram skynsemi eða tryggð t.d.
Einstaklingar fara að reyna að halda í æskuþróttinn,útlitið og "gamla sjarmann". Hella sér í líkamsrækt, ljós og hvað sem er. Lita á sér hárið, halda sér til með öðrum hætti en gegn um tíðina, mynda nýtt ástarsamband o.s.frv.
Oft ná þessar hormónabreytingar að gera mikinn skurk áður en einstaklingurinn áttar sig á því að grasið er kannski ekki eins grænt hinu megin og í upphafi leit út fyrir. Þá eru allar brýr að baki brotnar og fjölskyldan sem áður var þungamiðjan í lifinu er horfin annað.
Stundum er áfengi einhvers staðar orsakavaldur að álíka atburðarrás? Það hjálpar altént ekki til ef einstaklingar eru á krossgötum að hella áfengi yfir þær tilfinningar allar saman.
Góðar stundir kæru bloggvinir og aðrir sem hingað rekast inn.
Ein á "grænni grein"!!!
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=40&do=view_grein&id_grein=241
Það er misjafnt hvað hjón gera mikið saman annað en að stússast í þessu venjulega heimilishaldi og uppeldisstörfum. Þegar börnin eru flutt að heiman reynir alla vega dálítið á hjónabandið. Ég og maðurinn minn horfðum hvert á annað þegar sá yngsti flutti að heiman og sögðum nánast samtímis. Nú sitjum við uppi hvert með annað. Svo skellihlógum við gegn um gleðiblandin tregann. Það er nefnilega líka svo ánægjulegt að vita að börnin manns eru á leið út í lífið á sinum eigin forsendum. Auðvitað höfum við ánægju af að styðja við þau árfam eftir aðstæðum.
Við vorum svo heppin að fá barnabörn og ég hellti mér í "ömmuhlutverkið" og er hvað stoltust af "ömmutitlinum" af þeim titlum sem ég hef borið um ævina.
Ég er mannleg og hlutirnir ganga ekki alltaf eins og ég hefði helst viljað en einhvern vegin hef ég borðið gæfu til að una glöð með minni fjölskyldu og með mínum sköllótta kalli. Gegn um súrt og sætt.
Það er kallað "grái fiðringurinn" þegar fólk á þessum aldri fer að kíkja eftir öðrum og "opna fyrir móttakarann". Grái fiðringurinn er líffræðilegur og er í raun hormónabreytingar. Hormónarnir fara að stjórna gerðum einstaklinganna umfram skynsemi eða tryggð t.d.
Einstaklingar fara að reyna að halda í æskuþróttinn,útlitið og "gamla sjarmann". Hella sér í líkamsrækt, ljós og hvað sem er. Lita á sér hárið, halda sér til með öðrum hætti en gegn um tíðina, mynda nýtt ástarsamband o.s.frv.
Oft ná þessar hormónabreytingar að gera mikinn skurk áður en einstaklingurinn áttar sig á því að grasið er kannski ekki eins grænt hinu megin og í upphafi leit út fyrir. Þá eru allar brýr að baki brotnar og fjölskyldan sem áður var þungamiðjan í lifinu er horfin annað.
Stundum er áfengi einhvers staðar orsakavaldur að álíka atburðarrás? Það hjálpar altént ekki til ef einstaklingar eru á krossgötum að hella áfengi yfir þær tilfinningar allar saman.
Góðar stundir kæru bloggvinir og aðrir sem hingað rekast inn.
Ein á "grænni grein"!!!
http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&Itemid=40&do=view_grein&id_grein=241
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.