"Lýðræðið" á pöllunum

Ég er nánast orðlaus eftir að hafa orðið vitni að þeim skrílslátum sem viðhöfð voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag í beinni útsendingu. Það hefði sannarlega ekki verið kallað lýðræði ef ungliðar Sjálfstæðisflokksins hefðu staðið fyrir og viðhaft þessi læti þegar Samfylking, Framsókn, Vinstri grænir og Margrét Sverrisdóttir tóku við borginni. Það hefði verið kallað ofbeldi eða valdníðsla. Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem þeim dytti ekki í hug að viðhafa. Ég er fegin að meirihlutinn sem nú situr er ekki með þennan "óþjóðalýð" á bak við sig. Þvílik múgæsing og niðurlæging fyrir vesalings mótmælendurna.
mbl.is Fundur hafinn á ný í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Reyndar hafa Sjálfstæðismenn verið með svipuð skrílslæti og jafnvel ofbeldi á skattstofu Reykjavíkur, þegar þeir hafa veirð að mótmæla opinberri britingu gagna. Þeir hafa hrint fólki, meinað því að nota lögbundin rétt sinn og latið eins og versta gögugengi í Bronx. Eru þeir eitthvað betri?

AK-72, 24.1.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lýðræðið sýnir maður í kosningum en ekki ofbeldisfullum aðgerðum gerandi sjálfan sig að algjöru fífli...

Vilborg Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 20:53

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Síðan hvenær er það ofbeldi að hafa hátt? Verða stjórnmálamenn ekki að taka því að þegar þeir hafa reitt fólk til reiði þá gætu þeir þurft að sitja þegjandi smástund og taka skömmunum?

Guðrún Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það kom farm í kvöldfréttum Sjónvarpsins að kona sem neitaði að öskra eins og lýðurinn var kölluð "fasisti"....þvílíkt rugl í þessum ungliðum og það furðulega er að hvergi nema i Ríkissjónvarpinu komu sjónarmið hins venjulega áhorfenda að. Það voru margir þarna sem vildu hlusta og fylgjast með já og samgleðjast sínum og fengu ekki frið til þess fyrir ólátum, það kalla ég ofbeldi. Alvarlegast að það er sagt í nafni lýðræðis. Og fjölmiðlar dansa með.

Vilborg Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband