mið. 23.1.2008
Hún var með hjarta og ég var í því
Horfði á góðan þátt á Ríkissjónvarpinu um gosið í Vestmannaeyjum áðan. Í dag eru einmitt 35 ár síðan það hófst. Eftirminnilegast og fallegast í þættinum sem var þó allur fínn var viðtal við unga skólakrakka í Hamarsskóla í Eyjum. Þar var m.a. rætt við ungan dreng og hann spurður hvar hann hefði verið þegar gosið var? Hann sagðist hafa verið í maganum á henni mömmu, En var hún ekki barn þá sagði þá spyrillinn. Jú svaraði strákurinn en hún var með hjarta og ég var í því.
Ég fann tárin spretta fram og hugsaði um þetta yndislega svar.
Sterkara en nokkuð svar sem ég hef heyrt um ævina. Svar sem segir mér meira en margt annað. Svar sem fær mann til að hugsa. Það er engin tilviljun hvar við fæðumst og hver við erum.
Ég mun geyma þetta svar drengsins með mér og ylja mér við það um ókomin ár.
Ég er enn með tárin í augunum og mér finnst það gott!
Takk fyrir mig.
Athugasemdir
já, þetta er einstaklega fallega sagt, börn eru yndisleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 23:11
Sæl nafna!
Mér var bent á þessa færslu og ég bara varð að láta heyra í mér
Þannig er að ég er mamma þessa flotta peyja sem þú ert að tala um í færslunni og mér fannst alveg magnað að lesa um þína upplifun á þessu. Mér fannst þetta auðvitað það flottasta í þættinum en ég er nú líka "pínu" hlutdræg..hehehe. Börnin eru bara svo einlæg að er bara yndislegt.
Takk fyrir að deila þessu með okkur ég mig langar að segja þér að lokum að ég las þetta fyrir hann Eyþór og hann sagði: Vá mamma! Þetta er sko góð kona!
Kær kveðja frá nöfnu þinni í Eyjum
Vilborg, 24.1.2008 kl. 23:38
Já þetta var smart sagt hjá stráknum, ...hehe!!! þetta kastljos var upp til hópa frábært og lifði eg minn inn í hlutverk mitt en ég var einmitt rumlega 14 ára þegar við þurftum eins og hinir að komast á bryggjuna í bát......þó var ég óheppinn því bátur þessi sem við fjölskylda mín lentum í var vélavana og þurfti að vera í togi alla leið sem þýddi 50%lengri tíma....en við lifðum af!!!!
Veist að ég lét bestu vinkonu þína hafa þitt stell......vona þú hafir fengið það
kærar kveðjur úr snjónum
Guðbjörg
G Antonia, 25.1.2008 kl. 02:10
Takk fyrir nafna mín. Yndislegt af þér að láta mig vita. Ég er enn snortin yfir svari hans og því hve vel hann svaraði fyrir sig í viðtalinu. Ég vona að ég hafi haft rétt eftir honum. Viltu skila kærri kveðju og þakklæti til Eyþórs frá mér. Gaman væri að hitta ykkur.
Ég er fjögurra drengja mamma og fjögurra drengja amma og ég hreinlega elska það hlutverk og vona og veit reyndar að plássið í ömmuhjartanu er alltaf fyrir hendi þegar fleiri bætast í hópinn.
Guðbjörg ég held að stellið verði veðurtepp í Grindavík fram eftir árinu!
Vilborg Traustadóttir, 25.1.2008 kl. 18:57
Já, þetta var frábær þáttur. Og börnin yndisleg.....sagan er rík og aðdáunarvert hversu æðrulaust fólkið var.
'I sumar ætla ég til eyja í fyrsta skipti....með Stellu minni og Ragga og sonum.....hlakka mikið til - veit að þar er mikið af góðu fólki. Þekki margt úrvalsfólk þar, tengdforeldra Stellu minnar og svo á ég þar líka ættingja, Drífu frænku og Guðmund frænda organista systurson mömmu minnar og hann Gústa frænda minn, systurson pabba míns........
Eftir heimsókn á Vestfirði síðasta sumar og það upplifelsi sem það var að koma þangað, án þess að heimsækja nokkurn mann, utan fólkið sem bauð okkur í kaffi í Súðavík án þess að við þekktum það nokkuð....þá er það landsbyggðin sem heillar.
Vestmannaeyjar - ég ætla að koma með myndavélina á lofti !
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.