mán. 21.1.2008
Ég græt ekki "Björn bónda"....
Ég græt ekki þetta stjórnarslit. Ég tel að Ólafur F. Magnússon sé ákaflega heilsteyptur í því sem hann vinnur að. Hann hvikar ekki frá stefnumálum sínum þó það sé hugsanlega auðveldast í stöðunni. Kannski Vilhjálmur ætti að íhuga að hleypa öðrum að þegar kemur að Sjálfstæðisflokki að fá borgarstjórastólinn? Það kemur í ljós.......
Í tengslum við þetta allt saman kemur svo Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins fram og segir berum orðum að þeir sem fletta ofan af spillingu í flokknum séu að skaða sjálfan sig! Þessi orð lét hann falla í garð Guðjóns sem kom upp um fatakaup Björns Inga. Hvað um alla hina frambjóðendurna? Sem fengu ekki föt frá flokknum? Common Guðni við eigum ekki að skjóta sendiboðann. Við eigum að leggja spilin á borðin þá fáum við ekkert í hnakkann.
Í tengslum við þetta allt saman kemur svo Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins fram og segir berum orðum að þeir sem fletta ofan af spillingu í flokknum séu að skaða sjálfan sig! Þessi orð lét hann falla í garð Guðjóns sem kom upp um fatakaup Björns Inga. Hvað um alla hina frambjóðendurna? Sem fengu ekki föt frá flokknum? Common Guðni við eigum ekki að skjóta sendiboðann. Við eigum að leggja spilin á borðin þá fáum við ekkert í hnakkann.
Ólafur og Vilhjálmur stýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Athugasemdir
Það eru þjóðþrif að því að losan við Björn Inga úr borgarstjórn
Grímur Kjartansson, 21.1.2008 kl. 21:12
Engin grætur - ekki ég. Er þakklát fyrir að vera ekki Reykvíkingur....eitt ruglið ennþá, maður er bara hættur að trúa á eitt né neitt !! Hvað endist þetta lengi ? stjórnmálabiltlingar alla tíð "shitt!"
Annars baraalltgott ???
Hulda Margrét Traustadóttir, 21.1.2008 kl. 21:14
Ég er alvarlega að íhuga að gera tillögu að því að Akureyri verði höfuðborg Íslands......samkvæmt tillögu frá "systir Sollu" nú eða Hólmavík!!!!!
Vilborg Traustadóttir, 21.1.2008 kl. 21:59
Er sammála Möggu , er sko þakklát fyrir að vera ekki Reykvíkingur ....meira ruglið þarna, allir í því að baktala og svíkja hvern annann.
Svanhildur Karlsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:31
Hæ skvís... þetta voru nú meiri fréttirnar. Ég var að skoða videó frá því í sumar á Ströndunum... Sædís að brussast með kisurnar, alveg óborganlegt.
Mosfellssveitin náði nú einu sinni niður að Elliðaám ... köllum hana bara Mosaborg.
Herdís Sigurjónsdóttir, 21.1.2008 kl. 22:53
Sammála í öllu.
Halla Rut , 21.1.2008 kl. 22:57
Kannski með því að vera sá maður að stíga frá stólnum hreinsar Villi þetta upp.....
Mér fannst glottið á Birni Inga vera stærra í dag en síðustu daga. Þetta bull í dag bjó til R-lista sem mun innihalda Björn Inga og Dagur með lokkana leiðir!
Hanna Birna. Þar er sénsinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
En Ólafur karlinn á alla mína samúð. Næstu daga verður öllu snúið við í kringum hann. Öllum steinum velt upp og á hann dembt erfiðum spurningum úr öllum áttum.
Slíkt hendir jú þá sem taka þátt í pólitík.
Hún bítur fast, sú tík.......
Magnús Þór Jónsson, 21.1.2008 kl. 23:59
Ja það getur verið að Ólafi finnist sjálfum að hann hafi ekki hvikað frá sínum stefnumálum - en hann var nú ekki einn í framboði. Er það ekki hrokafullt af honum að taka þetta skref án samráðs við þá sem hann bauð sig fram með? Miðað við þær lýsingar sem hann hefur gefið á meintum meiningamun sínum og samstarfsfólks síns get ég ómögulega séð að þar sé að finna raunverulega ástæðu fyrir þessari kúvendingu. Nei, því miður verð ég að álykta að hér hafi hann gerst meðvirkur í valdagræðgi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, það fólk kann ekki mörg hlutverk í pólitík - allra síst að vera sterkur minnihluti.
Guðrún Helgadóttir, 22.1.2008 kl. 13:16
Það verður spennandi að fylgjast með,
Vilborg Traustadóttir, 22.1.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.