Huldufólk

Ég lauk lestri bókarinnar Huldufólk eftir Unni Jökulsdóttur í gærkvöldi. Ánægjuleg og fróðleg lesning. Bókin er mjög vel skrifuð og er prýdd áhrifaríkum myndum. Mannlýsingarnar svo hlýjar og sannar. Ég kannast við suma af viðmælendum hennar og get kvittað undir það hvernig hún lýsir þeim. Hún finnur orðin sem ég hefði ekki fundið en smellpassa. Bókin er skrifuð af virðingu fyrir viðmælandanum og fléttuð inn í ferðasögu fjölskyldunnar eða Unnar einnar eftir atvikum. Hún flytur ekki neinn áróðóður fyrir því að þú verðir að trúa (eða ekki) á huldufólk. Bókin lætur þér alfarið eftir að meta það og leyfir þér jafnvelað efast....á stundum.

Mér finnst svo notalegt að kúra uppí með góða bók.

Ég er því búin að "fara í rúmið" með Hrafn Jökulsson og Unni Jökulsdóttur. Ég held ég leggi ekki í Elísabetu. Ekki alveg starx í það minnsta. Svo gaf Illugi út bók líka.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég stefni bara á Hrafn...

Marta B Helgadóttir, 21.1.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég stefni líka á Hrafninn.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband