mán. 14.1.2008
Windowsið krassaði
Ég var passlega búin að fá nýja tölvu. Ætlaði að skoða gamlan póst í gömlu tölvunni í gær þegar Windowsið í henni hreinlega krassaði. Er búin að ræsa son minn út til að freista þess að laga það en hann er kerfisfræðingur eða hvað þetta heitir nú þetta tölvunám. Hann var búin að aðstoða mig við að flytja á milli talvanna þannig að myndinar eru alla vega komnar inn á Macinn ásamt fleiru.
Auðvitað var mjög freistandi að kenn manninum mínum um þetta krass! Ég var nýbúin að loka gömlu tölvunni þegar hann sendi mér tölvupóst úr næsta herbergi. Eins og hann undirritaði póstinn, Geir, í næsta herbergi. Þar var hann að biðja um upplýsingar sem ég taldi að væru í gamla pósthólfinu en hann hefði fengið. Svaraði honum um hæl og ritaði undir Vilborg, "að handan"......
Fór svo að opna gömlu tölvuna en þá krassaði allt. Hvað var hann að senda svona póst? Cover your ass póst til að fría sig? Hann var með upplýsingarnar! Fyrir utan eina spurningu. Er þetta kannski típískt fyrir karlmenn? Við konur eigum alltaf að vera að mata þá á upplýsingum aftur og aftur. Aftur og nýbúin! Hins vegar og að öllum líkindum hefði tölvan bara krassað næst þegar ég kveikti....en það mátti reyna.....
Auðvitað var mjög freistandi að kenn manninum mínum um þetta krass! Ég var nýbúin að loka gömlu tölvunni þegar hann sendi mér tölvupóst úr næsta herbergi. Eins og hann undirritaði póstinn, Geir, í næsta herbergi. Þar var hann að biðja um upplýsingar sem ég taldi að væru í gamla pósthólfinu en hann hefði fengið. Svaraði honum um hæl og ritaði undir Vilborg, "að handan"......
Fór svo að opna gömlu tölvuna en þá krassaði allt. Hvað var hann að senda svona póst? Cover your ass póst til að fría sig? Hann var með upplýsingarnar! Fyrir utan eina spurningu. Er þetta kannski típískt fyrir karlmenn? Við konur eigum alltaf að vera að mata þá á upplýsingum aftur og aftur. Aftur og nýbúin! Hins vegar og að öllum líkindum hefði tölvan bara krassað næst þegar ég kveikti....en það mátti reyna.....
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.