Jafnræði á landsbyggðinni

Ég átti gott samtal við Evu hótelstýri á Hótel Djúpavík í dag. Við ræddum margt m.a. fyrirhugaða málverkasýningu sem ég verð með á Hótel Djúpavík frá 1. júní til 15. júlí. Svona cirka. Það var eiginlega svona í lok símtalsins sem eitthvað sem Eva sagði ýtti við mér. Við vorum að ræða snjómokstur á Strandir og hún sagðist vona að eitthvað yrði nú liðkað til og haldið opnu sinni part vetrar eins og gert væri fram að jólum. Þá er rutt tvisvar í viku norður á Starndir. Þetta hættir sem sé um áramót og fram eftir vetri. Oftast. Það sem ýtti við mér var það að svæðið milli Kjörvogs og í Bjarnarfjörð er skilgreint samkvæmt öðrum staðli en t.d. í hinum hluta Árneshrepps. Þ.e. það er ekki mokaður snjór af vegum á fyrrnefnda svæðinu til jafns á við "innan hreppsins", Djúpavík er þó innan hreppsins. Hvað segir samgönguráðherra um þetta misræmi í þjónustu við landsbyggðina? Er Samfylkingarráðherrann sem er í flokki sem kennir sig við jöfnun milli allra og þar á meðal landshluta sáttur við þetta? Það getur ekki verið? Eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband