sun. 23.12.2007
Kringlan-verslum í heimabyggð.
Fórum okkar árlegu Þorláksmessuferð í Kringluna í kvöld hjónin. Keyptum eina jólagjöf saman og síðan fengum við okkur kaffi og crosant í Kaffitár. Nutum þess að vanda að horfa á fólkið streyma hjá í ýmsum erindagjörðum tengdum blessuðum Jólunum. Ég fékk svo lánaðan fót hjá manninum mínum og keypti flotta skó á hann í jólapakkann. Við erum sem sagt "Kringlufólk".....á Þorláksmessu a.m.k.
Fyrir nokkrum árum hafði ég gjarnan á orði eins og títt er um landsbyggðafólk að verslað skyldi í heimabyggð. Við vorum t.d. og erum enn mikið á Ströndunum á sumrin. Leggjum við af fyrrgreindum ástæðum áherslu á það að versla í heimabyggð.
Einu sinni sem oftar þurfti maðurinn minn að kaupa sér sjúkrakassa í skútuna. Hann kannaði verðið á ýmsum stöðum og komst að því að hann var ódýrastur í Hafnarfirði. Þetta fannst honum skrýtið og fór í Kringluna þar sem hann var dýrari. Hann spurði, og sagði að þar sem hann vildi gjarnan versla í sinni heimabyggð, hvort hann fengi ekki sjúkrakassan á sama verði og í Hafnarfirði? Það hreinlega datt af þeim andlitið, þetta höfðu þeir ekki heyrt áður, hlógu svo og sögðu að auðvitað fengi hann þetta á sama verði og í Hafnarfirði.
Athugasemdir
... Vilborg, sendi mínar bestu jólakveðjur til þín og fjölskyldu þinnar og takk fyrir góð kynni á árinu...
Brattur, 23.12.2007 kl. 23:45
Innilegar jólakveðjur til þín og þinna. Skemmtileg sagan um sjúkrakassann. Ég versla í heimabyggð og fer alltaf á Þorláksmessu ráp hér í bænum.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 11:31
Gaman að þessu. Er í rólegheitunum að bíða eftir rjúpunum en Gutti tengdafaðir Huldu minnar tók að sér hamflettinguna þetta árið. Ég hef svosem séð um þetta sjálf en Gutti vildi endilega gera Þetta um leið og hann tók sínar rjúpur, auðvitað allar frá Tomma..og ég þáði gott boð. Þegar rjúpurnar eru komnar í hús eru jólin komin. José og Dalí í stórum göngutúr og allt að verða klárt.......Gleðileg jól.
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.12.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.