fös. 21.12.2007
Læknafélagið setur niður
Ég hef fylgst með þessu máli og verð að segja það að læknafélagið setur stórlega niður við sína gjörninga.
Það lætur niðrandi ummæli Jóhanns Tómassonar um Kára Stefánsson standa á vefsíðu sinni.
Á sama tíma úrskurða siðanefnd þess að Kári Stefánsson hafi brotið siðareglur Læknafélagsins þegar hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér.
Formaður Læknafélagsins Birna Jónsdóttir reynir svo á lítt sannfærandi hátt að þvo hendur sínar af málinu. Henni tekst kannski að gera það á þann veg að nú veit alþjóð að hægri hönd Læknafélagsins virðist ekki vita hvað sú vinstri er að gera. Er það traustvekjandi?
Athugasemdir
Furðulegt þetta mál.
Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 17:41
Langar til að óska þér gleðilegra jóla Vilborg. Takk fyrir frábæra "viðkynningu" á blogginu.
Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 17:42
Neibb, voðalega skrítið allt saman.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.