fim. 20.12.2007
Jólin-Tysabri- áramótin
Nú líður að jólum. Hef verið að kaupa jólagjafirnar sem voru eftir. Fór upp í Mosó að kaupa eina í gær. Segi ekki meir. Við Solla tókum til hjá mér í fyrradag og daginn þar áður. Tókum tölvuherbergið og borðkrókinn. Endurhönnuðum ýmislegt. Solla þjálfuð í þessu. Allt voða fínt. Fjórir dagar til jóla segir Mogginn. Ekki lýgur Mogginn. Föndur í dag með tengdadóttur og barnabörnum.
Tysabri
Setti inn hér færslu um daginn varðandi lyfið Tysabri og MS. Hef ekkert frétt enn af stöðu mála. Leiðrétti mig aðeins í þeirri færslu þar sem ég setti inn allt of lága summu miðað við þann kostnað pr. mann sem ég lagði upp með. Beið eftir að aðrir gerður það en gerði það svo sjálf þegar enginn annar gerði það. ;-)
Ég setti að vísu kostnað í hærri kantinum en ef við lækkum hann niður í 500 þúsund daginn (lægri upphæð, með engum sérkostnaði) samkvæmt heimasíðu LSP erum við samt sem áður með fimmtán hundruð milljóna kostnað fyrir ríkið, miðað við lengri innlagnir vegna lyfjaleysis MS sjúklinga. Þá er verið, samkvæmt þessu, að kasta krónunni fyrir aurinn í orðsins fyllstu merkingu. Spara 100 milljónir en sóa á móti 1400, já fjórtán hundruð milljónum.
Leiðrétting óskast ef ekki er rétt með farið!
Áramótin
Ég bíð spennt eftir áramótunum, af fleiri en einni ástæðu!
Athugasemdir
Vonandi færðu lyfið. Hafðu það gott min kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 23:25
Já, vonandi færðu lyfið.
Það er notalegur tími framundan. Góð hvíld, góður matur og lestur. Yndislegt.
Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 00:23
Takk elskurnar, hafið það gott um jólin og ætíð...
Vilborg Traustadóttir, 21.12.2007 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.