Hveragerði - tiltekt - aukakíló

Er að fara í Hveragerði um hádegið.  Á heilsuhælið.  Tók til í fataskápunum hjá mér í gær ásamt Sollu systir.  Hún kom til aðstoðar.  Það var bara gaman að dunda við þetta saman.  Sérstaklega þar sem meirihluti fatanna var orðinn of stór á mig.  Þegar upp var staðið fóru tveir pokar í Rauða Krossinn, einn til athugunar fyrir vini og vandamenn og það gleðilega var að fötin sem voru orðin of lítil en lágu einhversstaðar bakatil í skápnum passa núna.  W00t Flottar gallabuxur og buxur sem ég keypti mér (viljandi)  of litlar í Póllandi í janúar smellpassa t.d. í dag.  Það er stundum gott að vera framsýnn. Cool

 

Svo fóru nokkrar flíkur beint í ruslið þar sem þær eiga heima. Wizard

Þetta hvetur mig til dáða og segi ég hér með þeim aukakílóum sem eftir sitja á mér stríð á hendur.  Þau fá að fjúka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með árangurinn

Marta B Helgadóttir, 13.11.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Agný

Til hamingju vinkona. verst a þu skulir vera farin núna því ég er í bænum  með hinum "gyðjunum" á stofunni Díva...mal til komið að maður geti nú loks kallað sig gyðju.. sem allir vita náttúrulega að ég er .. En með Sollu systir þína í sambandi við tímann sem hana langaði að fá.....annað  það er skrifað um "Hrukkustáujárnið" í nýjustu vikunni og einnig sýndar myndir af meðferðum og svona "half face" ...er búin að setja myndir inn á http://www.agny.blog.is   Þetta er held ég eitthvað sem Solla ætti að skoða ....við vitum afhverju

.

Agný, 14.11.2007 kl. 02:21

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu á hælinu?  gaman að heyra hvað þér hefur gengið vel í heilsuræktinni, gangi þér vel áfram.   World Kindness Day 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:34

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

ER Í SMÁ BÆJARSKREPPI EN ER AÐ FARA AFTUR Á HÆLIÐ.  KANNSKI KÍKIR ÞÚ BARA Í MAT Á HÆLINU ÁSDÍS OG HEILSAR UPP Á BLOGGVINKONUNA?  STUTT AÐ FARA FRÁ SELFOSSI....

Vilborg Traustadóttir, 15.11.2007 kl. 10:44

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk stelpur fyrir góðar óskir,  ætlið þið ekki allar á Kim Larsen?  Agný til hamingju með "Dívuna".

Vilborg Traustadóttir, 15.11.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband