Til hamingju Ísland! Hann fæddist ekki hér......

Hvort sem Paul er fyrsti innflytjandinn á þingi eða ekki, hvort sem varð á undan eggið eða hænan þá er þetta glæsilegur árangur.  Þarna vísa ég í það að bloggarinn Benedikt Halldórsson færir rök fyrir því að Ingólfur Arnarson o.fl. hafi verið fyrri til.  Það er nauðsynlegt okkur íslendingum öllum að fá þá sem kjósa að búa hér á landi og verða íslenskir ríkisborgarar inn á Alþingi. Þær raddir eiga að hljóma meðal þjóðarinnar og taka þátt í að móta og bæta þjóðfélagið.  Það er mikill mannauður fólgin í þeim sem hingað koma.  Það er mikið sóknarfæri fólgið í því að virkja sem flesta til góðra verka okkur öllum til hagsbóta. Ég vona innilega að hann fái málefnum þokað áfram og að við íslengingar leggjumst öll sem eitt á sveif með þeim sem vilja bæta mannréttindi.  Það er af mörgu að taka en alveg gott og gilt að byrja með eitt skýrt markmið.  Það eru lágmarks mannréttindi að fá atvinnuleyfi skráð á einstaklinginn sem leggur fram vinnuna en ekki fyrirtækið sem ræður hann í vinnu. Common!
mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek heilshugar undir þetta með þér.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband