sun. 11.11.2007
Fleiri englar
Sannkölluð fjöldaframleiðsla á englum á sér nú stað en 12 stykki bættust við þá sex sem fyrir voru. Auk fjögurra "mini-engla" sem voru flognir þegar myndin var tekin. Á von á fleiri myndum á msn og set inn um leið og eitthvað kemur. Solla bauð okkur heim til sín í dag til að bæta í englaskarann. Mamma og Hrefna systir hennar mættu og tóku þátt í fjörinu. Hekla Rut gerði einnig engla en Lucy lét sér fátt um finnast. Hún lofaði þó að senda mynd af hluta afrakstursins. Það var gaman að spjalla yfir skemmtilegu föndri þó puttarnir hafi ekki sloppið alveg frekar en fyrri daginn! Hlustaði svo á Kim Larsen á Rás 2 á leiðinni heim. Ekki ónýtt þar sem nú styttist í að sjá hann og heyra á tónleikum.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
Athugasemdir
Flottur afrakstur ykkar í dag.....hefði viljað vera þó ekki væri nema fluga á vegg hjá ykkur á Sundlaugavarveginum í dag ! Bind þó vonir við að einn engill fljúgi norður yfir heiðar þessi jól.....EÐA HVAÐ ? Já svo kemur Kim......gaman. Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.11.2007 kl. 22:27
Jú kannski kemst grey engillinn norður um síðir........
Vilborg Traustadóttir, 11.11.2007 kl. 22:29
....arg...Sundlaugarveginum !!! Magga.....
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.11.2007 kl. 22:29
Þegar vonin ein er eftir ! MT
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.11.2007 kl. 22:30
Er Kim Larsen á leið hingað ?? Vá hvað ég fylgist ekki með!
Gangi þér vel í Hveragerði, ég ákvað að bíða með að "sækja" fimmtudags-Maður Lifandi matinn þar til þú ert kominn heim á ný frá Hveragerði, "asnalegt" að mæta þar og þekkja svo engan kannski ....
Sjáumst
G Antonia, 12.11.2007 kl. 00:21
Jamm, Kim verður með tónleika þann 24. nóv í Og Vodaphone-höllinni. Hey þú kemur bara í Hveragerði einhvern daginn og færð þér hollt of gott með okkur?
Vilborg Traustadóttir, 12.11.2007 kl. 00:46
Fallegir englar.
Marta B Helgadóttir, 12.11.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.