lau. 10.11.2007
Laugardagur til lukku
Fengum tvo (af fjórum mögulegum) í heimsókn í dag. Hinir tveir voru hér í gær til skiptis. Gaman að fá fríska stráka til liðs við sig á góðum degi. Ég tók til í baðskápunum og maðurin minn hafði smá fund meðan þeir voru. Þeir voru svo góðir að leika sér og fylgjast með að það var bara notalegt að hafa þá og ekkert vesen. Pabbi þeirra nýfarin á sjó eftir smá frí og þeir því fegnir að koma til ömmu og afa meðan mamman erindaðist eitthvað. Þegar þeir fóru leyfði ég þeim eldri að taka playmobil skipið sem ég keypti á e-bay í haust með sér. Ég keypti tvö og hitt fer til hinna strákanna. Þeir hafa leikið mikið með þau hér en geta alltaf kippt þeim með hingað aftur með sér ef þeir vilja. Nú er ég að fara til Sollu systir að elda sunnudagamatinn. Við ætlum að föndra fleiri engla á morgun svipaða þeim sem við gerðum nýlega og borða þar í hádeginu. Síðan elda ég álíka glás undir handleiðslu hennar og tek með heim til að hafa hér annað kvöld fyrir okkur. Mér finnst svo spennandi að fá nýjar uppskrifti og læra að elda eitthvað öðruvísi en ég er vön. Þessi uppskrift er frá Tona manninum hennar og eru þetta kjötbollur í tómat með spaghettí. Læt ykkur hafa uppskriftina eftir helgina.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ, var að vafra á Netinu og sá kunnuglegt andlit. "Grunaði ekki Gvend". Mikið rosalega eruð þið lík systkynin þú og Magnús. Eldri systurnar virðast vera af öðrum þjóðflokki. Bið að heilsa Magga.
Sigurður Þórðarson, 11.11.2007 kl. 22:47
Hæ Siggi, já ég hef einhversstaðar heyrt þetta áður. T.d. þegar við dönsuðum saman á böllunum í "denn" var sagt að það væri mikill "hjónasvipur" með okkur! Eldri systurnar eru sennilega "geimverur"!!!
Vilborg Traustadóttir, 11.11.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.