fim. 8.11.2007
Brjálað að gera
Brjálað að gera hjá "ömmu í fullu starfi". Kristján Andri var með hita og fór ekki á leikskólann. Hann kom til ömmu í staðinn. Við höfðum það svo huggulegt saman þar til mamma hans kom að ná í hann til læknis um hálf eitt. Mamma kom með kjöt fyrir mig að hakka en ég var búin að "grobba mig" svo af hakkavélinni minni. Í sama mund kom Geir Fannar með strákana Geir Ægi og Viktor meðan hann skrapp að erindast eitthvað. Ég setti spólu í dvd og fór svo að hakka. Þvílíkt puð! Hakkavélarhnífurinn beit ekki á blautan skít. Ekki það að rollukjötið væri blautur skítur en það gekk hvorki né rak að koma því í gegn. Ég tók það til bragðs að tæta það gróflega niður í matvinnsluvélinni og setja það síðan í hakkavélina. Samt var hakkavélin alltaf að hiksta. Ýmis "búkhljóð" fylgdu og komu strákarnir af og til í eldhúsið til að athuga hvort allt væri í lagi með ömmu sína. Þetta hafðist og kom mamma að sækja afurðirnar rétt fyrir Leiðarljós (Unaðsóma = þýðing pabba) en þá voru guttarnir nýfarnir. Ég stóð varla í lappirnar eftir einvígið við bévaða hakkavélina!
Við Solla skelltum okkur svo að ná í meira föndurefni í engla þar sem ekkert lát virðist vera á eftirspurn í þá. Því næst fór ég í kvöldskóla Kópavogs þar sem ég er í myndlistarnámi ásamt Mánga bróður og Döggu. Á morgun kemur svo Kristján Andri aftur til mín og verður alveg til hálf fjögur.
Við Solla ætlum líka að viða að okkur enn meira efni en við þurftum að panta hausa á englana þar sem við kláruðum þá víst í gær.
Og nota bene ég ætla að fá mér nýjan hníf í hakkavélina. Svona upp á framtíðina að gera!Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilega engin lognmolla í kring um þig Vilborg....allt á fullu. Vona að myndlistatíminn hafi verið skemmtilegur. Er mætt í vinnu hálf slöpp og lasin, ætla að starta deginum og get vonandi farið heim að sofa Þetta úr mér á eftir......
Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 8.11.2007 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.