Ég hef lent í þessu

Ég lenti í að "fá mynd" af mér og bílum þarna.  Það var að vísu fyrr á árinu.  Var á 83 km hraða.  Fáránlega lág hraðatakmörk.  Átti þó að sjálfsögðu að virða þau.  Síðan hef ég sett bílinn á cruse-control 70 km í gegn um þessa holu.  Það er kominn tími á önnur göng undir Hvalfjörð.   

Það er stórhættulegt að safna öllum þessum bílum á hraða snigilsins þarna undir sjávarmáli.
mbl.is 142 óku of hratt um Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sá nú aldrei myndina en það má nú á milli vera 70 km eða 140! Cruse-ið bjargaði mér oft eftir þetta í sumar.

Vilborg Traustadóttir, 5.11.2007 kl. 19:31

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

70 km er u.þ.b. sá hraði sem ég ræð við að aka á í göngunum. Skriðstillirinn er ágætis tæki; maður fer ekki "óvart" upp fyrir 90 ef maður stillir hann rétt. Auk þess er hann heilsusamlegur fyrir hægri mjöðmina á mér.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.11.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband