fös. 2.11.2007
Akureyri á morgun
Ég flýg til Akureyrar á morgun að sjá málverka og ljóðasýningu á Bláu Könnunni. Magga systir sýnir þar málverk sín og ég hef ort ljóð við nokkur málverk hennar. Brattur bloggvinur hefur einnig ort nokkur. Það verður gaman að sjá sýninguna en henni lýkur í næstu viku. Við munum einnig ráða ráðum okkar varðandi fyrirhugað "come-back" Ketilásball 2008. Vonandi getum við gengið frá lausum endum varðandi að panta húsið og festa hljómsveitina upp úr því. Svo setjum við bara í gírinn með vorinu og skipuleggjum það sem þarf frekar að skipuleggja.
Hlakka til helgarinnar.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Athugasemdir
Ooo hvað verður gaman hjá ykkur. Vildi óska að ég væri á norðlægum slóðum um helgina til að sjá sýninguna. Til hamingju með þetta.
Marta B Helgadóttir, 2.11.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.