Dýrmætt

Ég átti stund með ömmustrákunum mínum þeim Viktori og Geir Ægi í kvöld.  Ég fékk að svæfa þá heima hjá sér því mamma þeirra fór út með vinnufélögum sínum og pabbi þeirra er á sjó.  Það er svo gefandi að eiga stund með börnum.  Við spjölluðum saman og þó þeir væru þreyttir hlustuðu þeir á ömmu segja sögur af refnum á Djúpuvík og því þegar hundurinn rak hann burtu.  Vildu meira.  Fengu sögu af músinni sem hélt upp á það að refurinn var hrakinn burtu.  Þeir vildu þá líka sögur frá Apavatni.  Þeir fengu sögu um hrossagaukinn sem hélt að við myndum klára berin og flýtti sér að éta þau og kallaði til heilan hóp af hrossagaukum til að bjarga verðmætum frá mannfólkinu.  Sáu samt að þetta yrði allt í sátt og samlyndi og nóg til fyrir alla. Vildu meira. Fengu sögu um minkinn sem bjó sér til holu undir húsinu og hljóp svo í vatnið til að næla sér í fisk.  Fengu um það bil nóg þá og vildu söng.  Svo söng ég nokkrar vísur og þá tóku þeir við og sungu um Gamla Nóa o.fl. Sungu fallega og kunnu textana vel.  Ég lá og hlustaði og hugsaði um hvað ég væri rík.  Hugsaði um hvað allt vafstur og nöldur í mér og öðrum væri mikið hjóm. Hvað ekkert skipti máli nema svona stundir.  Ég sagði þeim að þeir væru góðir strákar og þeir sofnuðu sælir með þá vissu í hjarta sínu að þeir væru það.  
Mér finnst gott að vera til.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Yndislegt

Marta B Helgadóttir, 1.11.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Farðu vel með þig og njóttu hvíldarinnar vel í Hveragerði. Vonandi ertu ekki alveg netsambandslaus allan tímann þar, er það nokkuð?

Marta B Helgadóttir, 1.11.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir. Það er netsamband á bókasafninu þar alla vega. Fylgist með og skrifa ef ég get.

Vilborg Traustadóttir, 2.11.2007 kl. 00:08

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega yndisleg stund, börn eru svo yndisleg. Gangi þér vel í Hveragerði.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þá slengir maður tölvunni í farteskið.

Takk fyrir þetta Ísak.

Vilborg Traustadóttir, 2.11.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband