Nostalgía

Kristín vinkona sendi mér nokkrar skannaðar myndir.  Þarna erum við vinkonurnar á Mallorca árið 1978 ef ég man rétt.  Auðvitað á barnum Scamps þar sem við vorum fastagestir. Eitthvað erum við nú að spá í aurinn (pesetana) sýnist mér enda var skammtaður gjaldeyrir á þessum tíma og við fengum ekki nema 30.000 krónur fyrir þriggja vikna ferð.  Við vorum svo blankar að við tókum ekkert aukalega á svörtu eins og tíðkaðist.  Við urðum líka voða fegnar að komast heim því við áttum varla málungi matar síðustu dagana.  image-68Og mikið assgoti erum við horðar þarna.  Það stafar hins vegar ekki af blaknheitum í ferðinni ég var næstum eins og anorexíusjúklingur svei mér þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið hafið þó allavegana ekki misst ykkur í að sofa hjá fararstjórunum eins og tvær samferðakonur mínar gerðu árið 1976. Þá er nú betra að vera blankur.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hehehe.... nei það gerðum við reyndar ekki............gott ef fararstjórinn var ekki kona....ekki það að við hefðum fattað þetta trix...........við vorum svo heillaðar af spánverjunum.

Vilborg Traustadóttir, 28.10.2007 kl. 01:58

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jæja nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu.

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 20:49

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...sorry er á hlaupum kem aftur til að lesa

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 20:50

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ekki smá mjóar......OMG......þú ert svo lík Jonna bróðir á þessari mynd !! Jonni og fjölskylda voru að fara eftir mat og ánægjulega samveru stund hér í Vestursíðunni í kvöld...Ég á mynd af mér 15 ára að tala í síma á Sauðanesi....SVO mjó að það hálfa væri nóg...hvernig væri að hverfa aftur í ramm íslenska matinn hennar mömmu....??? Aldrei var maður svangur allavega og bara grannur......Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 28.10.2007 kl. 20:53

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Halló, var að leita að Möggu systur þinni, en hún er læst. Hér var matargestur hjá okkur áðan, Geir heitir hann, og þegar hann sagði hverra manna hann væri, lyftist ég öll upp, langaði að endurnýja vinasambönd og rifja upp Brúar-takta

Svanhildur Karlsdóttir, 28.10.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Flott mynd af ykkur.

Marta B Helgadóttir, 29.10.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband