lau. 27.10.2007
Gospelsystur
Ég söng með Gospelsystrum Reykjvíkur undir stjórn Möggu Pálma í nokkur ár. Það var afskaplega gaman, þroskandi og orkugefandi. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég hætti í kórnum. Gospelsystur eru 10 ára núna 2007. Það verða afmælistónleikar fljótlega og ég vona að ég missi ekki af þeim. Ég var með þegar tekinn var upp geisladiskurinn "Under the Northern sky" (Norðurljós). Ég skellti diskinum í geislaspilarann í morgun. Diskurinn eldist mjög vel. Mímí fékk víðáttubrjálæðiskast og hljóp um alla íbúðina þegar fyrsta lagið hljómaði. Það er lagið Tunglið tunglið taktu mig og er eftir Stefán Stefánsson. Afskaplega fallegt lag og það er gaman að syngja það. Ég ætla einmitt að athuga eftir helgina hvort diskurinn er uppseldur en mig langar að gefa tveim eða þremur vinum mínum hann. Ég hvet alla til að fara á afmælistónleikana og mun láta vita hér þegar ég kemst að því hvenær og hvar þeir verða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.