lau. 27.10.2007
Laugardagstiltekt
Ég skapvonskaðist í laugardagstiltektina áðan. Er ekki nokkur einasta manneskja í þetta. Það er einhvern veginn allt svo mikið fyrir mér þegar ég er í þessum tiltektarham. Byrjaði á að bóka þvottahúsið sem er sameiginlegt í blokkinni. Setti í þvottavélarnar. Fór svo að dansa við ryksuguna og þvílíkur tangó! Meira að segja kaffið mitt sem var eftir á sófaborðinu fór um koll. Þá einhenti ég ryksugunni fram á gang og vopnaðist moppunni. Mímí kisa hélt sig í hæfilegri fjarlægð en fylgdist þó grannt með. Sama gerði maðurinn minn. Hann var búin að koma dagblaðabúnkanum undan og tók við ryksugunni og kláraði það verk meðan ég moppaði. Þetta hafðist og mér líður betur með að hafa aðeins þrifið í kring um okkur.
Það er samt alveg merkilegt með mig hvað ég verð stundum skapill þegar ég er í tiltektinni! Kannski fer ég þetta á skapinu? Ég fór að rifja upp að þegar ég bjó á Eyrarlandsveginum á Akureyri þá tók ég alltaf til á fimmtudögum. Það var hreinlega ekki verandi í húsinu á meðan. Ég hef þó aðeins lagast....held ég.
Veit ekki alveg hvort Mímí og maðurinn minn eru sammála?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.