Netið magnað

Svo lengi lærir sem lifir.  Ég er opin manneskja og læt mér fátt mannlegt óviðkomandi.  Ég hef haft netið í dálítið langan tíma og ýmisir hafa bankað þar upp á hjá mér en ég hef fæstum svarað. Í fyrradag sendi ungur afrískur maður (sem kallar sig my love) mér fallegt ljóð.  Hann hefur ítrekað haft samband.  Ég varð pínu skelkuð og hugsaði minn gang en ákvað svo að svara honum og segja honum (aftur) að ég væri fimmtug kelling, hamingjusamlega gift, ætti fjögur börn og fjögur barnabörn.  Hann ætti líka almennt séð betra skilið en verða "toy-boy" hjá "older woman".  Hugsaði með mér að sennilega væri þetta ein leið hjá þessum ungu fátæku mönnum að koma sér í samband við umheiminn og losna úr viðjum fátæktar.  Ég fékk svar og þakkir fyrir að hafa bent honum á þetta og afsökunarbeiðni og alles.  Við urðum í kjölfarið mestu mátar og ég lét honum í té sambönd svo hann geti komið sér á framfæri hér á landi.  Það er draumur hjá honum að komast til sjós hér við land.  Ég fór í kjölfarið að hugsa með mér að einhverjar kellur hefðu kannski notfært sér aðstöðuna og nælt sér í giggaló?  Og í framhaldinu hvernig geta þær það?
Það er bara ein tegund af vændi sem ekki er rætt um þar sem það eru konur sem "kaupa" það.
--
Hitt er það að ég komst að að mylove er mjög trúaður og er mótmælendatrúar svo hann hefur vísast ekki staðið í þess konar braski.  Enda fastur á þrælaskipum Spánverja við strendur Máritaníu.
--
Ég sagði svo við hann að ég skyldi mæla með honum á hans eigin forsendum,  þar sem hann vissi greinilega hvað hann vildi og hefði kjark til að framkvæma það.
--
Já netið er alveg magnað........Cool.........en maður má ekki missa sig...........Grin...........Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

    OMG!  

Marta B Helgadóttir, 26.10.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Nei - það er líklega kúnstin að missa sig ekki í einhverja vitleysu......en það eru margir skrítnir þarna úti sem vert er að varast. Og tala fallega og segjast trúaðir og allt það en svo er raunin önnur.......vara sig Vilborg....vara sig. Betra að vera með "Agötu Cristy" bak við eyrað.  Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.10.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he.... jamm ég er sérfræðingur í Agötu Cristy...en þetta er allt lærdómur....og ævintýri.......fyrir desperat housewives........ég má kannski gefa honum upp e-mail hjá mér reyndari og eldri ???

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2007 kl. 18:53

4 identicon

Jemáttugur..já það eru sko margir skrítnir þarna úti..passa sig

Stella (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er nú bara fátækur drengur í leit að betra lífi.  Ekkert skrýtið við það í rauninni.  Við Sauðanessystur vorum nú örugglega oft furðulegar þegar við vorum að brjótast út úr einangruninni!  Ef Strákagöngin hefðu ekki komið værum við eflaust enn þar allar saman, piprandi, akfeitar heimasætur mjólkandi beljur og pantandi varning með vitaskipinu,  upp á krít! 

Vilborg Traustadóttir, 27.10.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já Stella, ég verð að stóla á rannsóknarlögreglumennina í fjölskyldunni ef ég hverf með dularfullum hætti.

Vilborg Traustadóttir, 27.10.2007 kl. 15:48

7 identicon

Já..maður veit sko aldrei..og já þú getur stólað á þá..

Stella (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband