Eins og hellt úr fötu

Mikil rigning herjar nú á landsmenn og á orðtakið "eins og hellt úr fötu" því vel við núna.  Sótti mömmu á rútuna að norðan en sú gamla var í sláturgerð nyrðra.  Það var rigning alveg úr Brú sagði mamma og ekkert lítil rigning.  Vorum svo í rólegheitunum hjá þeim gömlu og spiluðum vist við þau við Solla.  Svona milli sjónvarpsþátta.  Pabbi dreif í að fá sér flatskjá meðan mamma var ekki heima.  Það er bara eins og fólkið í Leiðarljósi sé orðið partur af fjölskyldunni því skjárinn er svo stór.
--
Núna er ég alvarlega að hugsa um að ættleiða mylove sem er á aldur við syni mína en hann er áhugasamur um að komast til Íslands og fá vinnu á sjó hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband