sun. 14.10.2007
Heima á ný
Komin heim eftir vel heppnaða dvöl í Póllandi á U Zbója heilsuhótelinu í Golubie. Fimm kílóum léttari og öll liprari og þrekmeiri. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta hjálpar mér og ég hlakka bara til að fara þangað aftur. Við lentum þó í hálfgerðum hremmingum þarna framan af. Ég hafði pantað nudd hjá öðrum nuddaranum (þeim sem hefur e-mail) fyrir okkur vinkonurnar. Við höfðum pantað fyrir hádegi. Þegar við svo mættum var okkur sagt að vissara væri að fara í röðina klukkan hálf sex á sunnudegi og bóka nuddið hjá þeim sjálfum. Okkur var sagt að íslendingarnir hefðu forgang að pöntuninni. Þegar við svo mættum tvær klukkan rúmlega fimm voru þrjár pólskar mættar og svo komum við tvær svo ein pólsk og önnur íslensk. Þá kom heill haugur af þeim pólsku og þrjár íslenkar aftan við þær. Ég komst fyrst inn og reif eina íslenska framfyrir þær pólsku og þegar við Kristín höfðum bókað okkar tíma sem voru eins og um var samið fyrir hádegi (hvort sem það var tilviljun eða ekki, þeir skilja svo litla ensku). Hófst nú mikið karp vegna þess að þeir höfðu ekki tíma fyrir allar hinar og við urðum að hvessa okkur og hóta að sleppa allar tímunum áður en þeir hringdu í auka nuddara sem tók þrjár þær síðustu að sér. Þær pólsku urðu alveg brjálaðar þegar þær komust að því að engir tímar voru eftir og það var ekki gaman að fá illilegt augnaráð þeirra í bakið. Þó ferðin byrjaði í þessu stressi rættist úr henni og við höfðum árangur sem erfiði. Mikið er líka gaman að koma heim eftir vel heppnaða dvöl.
Þarna erum við að fá okkur grænt te í litla bænum.
Athugasemdir
Gott að fá þig heim á ný vonda stjúpa
Emil Tölvutryllir (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 11:44
Velkomin heim aftur, þetta hefur verið gaman...hressilegar konur þarna sýnist mér. Já, vona svo sannarlega að þið Solla drífið ykkur norður og sjáið sýninguna.... Eftir síðustu fréttir hefði Veiga gott af því að skeppa...vona að þið látið verða af því. Kem svo suður á þriðjudagskvöld, lít á prinsinn og verð á fundi allan miðvikudag og svo beint í flug aftur heim.....svo er það FSA á fimmtudagsmorgun...vona að allt gangi vel og ekkert sé athugavert Maður getur kannski ekki endalaust haldið að maður sleppi við alla kvilla þegar ýmsir aðrir þurfa að glíma við veikindi. En vonin er eftir og trúin !! Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.10.2007 kl. 14:17
Velkomin heim vinkona...verð að kíkja á þig næst þegar ég er í bænum, var að vísu í bænum um helgina..og verð aftur þá næstu.. Svei mér þá það eru búnar að vera veislur heverja helgi síðan ég kom frá Danmörk ....
Agný, 16.10.2007 kl. 03:40
Velkomin heim Vilborg.
Marta B Helgadóttir, 16.10.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.