Það var mikið gaman á myndlistanámskeiði hjá Erni Inga norður á Akureyri um helgina. Við skelltum okkur nokkur saman úr fjölskyldunni. Við vorum fimm og svo voru fjórir aðrir bæði sprenglærðir og byrjendur eins og ég. Samheldnin var mikil í þessum blandaða hóp og mér leið eins og ég væri í fótboltaleik á túninu heima á Sauðanesi þar sem allir voru í sama liði en Örn
Ingi í markinu. Hann var meira svona að verja vitleysurnar frá okkur og leiðrétta þær en að þjálfa með látum. Leyfði okkur að skapa óhikað en greip fast í taumana ef við vorum komin á fallbraut. Hreint ótrúlega gaman og þroskandi og reyndi á ýmsa þætti í fari mínu m.a. skapgerðarþættina þar sem ég fann vanmátt minn í ýmsu þó ég léti vaða í öðru. Á myndinni erum við Guðrún tengdadóttir mín. Myndirnar á trönunum unnum við á námskeiðinu.
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Sniðug voruð þið að fara þetta saman.
Marta B Helgadóttir, 24.9.2007 kl. 17:56
Bæði sundur og saman
. Ég lánaði undan mér bílinn og flaug norður, fórum svo samferða suður en aðrir komu á sínum bíl. Svo hittust allir á námskeiðinu og þá varð þessi líka rífandi stemmning
. M.a.s. gerði ég eina mynd með sonarsyni mínum sem kom í heimsókn á námskeiðið.
Vilborg Traustadóttir, 24.9.2007 kl. 19:39
Æðislegt greinilega, langar mikið að fara á myndlistarnámskeið á allt í skúrnum...striga í ramma, fullt af málningu, pensla og trönur
sem bíður bara við hliðina á golfsettinu, eftir því að frúin hafi tíma 
Herdís Sigurjónsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:07
Takk fyrir síðast, þetta var afar gaman...en leið of fljótt. Góð mynd af ykkur Guðrúnu við verkin. Magga systir (við gleymdum að taka systkinamynd)
....en munum eftir því næst !
Hulda Margrét Traustadóttir, 25.9.2007 kl. 08:02
Það er nú eitt verk þarna sem er ekki beint okkar Guðrúnar en það er allt í lagi þetta var svo gaman að hvurs er hvurs skiptir ekki alveg öllu. Samheldnin var slík í hópnum.
Vilborg Traustadóttir, 25.9.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.