lau. 15.9.2007
Spaugstofuthrillerinn
Nú er vetrardagskrá Sjónvarpsina að hefjast. Þar á meðal hin langþreytta Spaugstofa. Eitthvað eru umsjónamenn Sjónvarpsina að reyna að klóra sig áfram í þeim efnum. Ég get samt ekki alveg skilið hvað er verið að pæla á þeim bæ með því að endurnýja ekki verktakasamning Randvers eða hins ástkæra Örvars. Hver vill sjá Spaugstofu án hans? Ég segi fyrir mig að ég er búin að vera lengi mjög þreytt á Spaugstofunni. Eini leikarinn sem hélt mér stundum við skjáinn var einmitt Randver og reyndar líka Siggi Sigurjóns, stundum. Hvernig á þjóðin nú að safnast saman fyrir framan skjáinn og hlæja vitandi það að búið er að valda sársauka og vanlíðan? Annars bíð ég spennt eftir fyrsta þættinum og ef Randver verður þar og segir "allt í plati" mun ég hugsanlega endurskoða þá afstöðu mína að horfa ekki á þættina í vetur.
Athugasemdir
Siggi Sigurjóns er í uppáhaldi hjá mér, geri svo ekkert uppá milli hinna en þetta var skrýtið mál fannst mér. Það er eitthvað sem maður fær ekki að vita þarna held ég.
Marta B Helgadóttir, 16.9.2007 kl. 01:31
Það er alveg satt og þátturinn í gær var alveg hreint ömurlegur - okkur stökk ekki bros......horfi ekki meir.....
Vilborg Traustadóttir, 16.9.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.