Vambasaumur - sláturgerð

  Nú er að hefjast sláturtíð.   Ég hef ekki gert slátur síðan á Akureyri 1987.  Þá tókum við okkur saman ein frænka mín og tvær vinkonur og ákváðum að vera myndarlegar.  Slátrin voru sótt og ákveðið að gera þau heima hjá Kristínu þar sem maðurinn hennar var á sjó og hún með litla stráka.  Við mættum hressar í bragði í vambasauminn.  Þar sem okkur þótti afburða leiðinlegt að sauma vambir höfðum við rauðvínsflösku við hendina.  Supum óspart á.  Það færðist fjör í leikinn.  Valdísi stoppuðum við í dyrunum á leið heim til sín með vambirnar í saumavélina.  Eftir nokkur glös og vambir ákváðum við að skella okkur bara í Sjallann.  Gera slátrin daginn eftir.  Fórum við nú að búa okkur eins og best við gátum.  Kristín fór að svæfa strákana og “dó úr tilhlökkun” í leiðinni.  Við hinar höfðum það af í Sjallann.  Allar angandi af vambalykt eða gorlykt.  Það síðasta sem ég sá af Línu frænku var að hún reif hártoppinn af Palla sínum í stiganum.  Það gerði hún bara ef hún var mjög reið.  Við Valdís ákváðum að gera smá sprell og fara aftur heim til Kristínar og hengja vambirnar út á snúru.  Við vissum að Kristín hafði átt í útistöðum við nágrannakonu sína út af snúrunum sem þær samnýttu.  Daginn eftir vaknaði Kristín svo upp við þann vonda draum strákarnir voru að renna sér fótskriða í mörnum á eldhúsgólfinu og vambirnar voru hangandi úti á snúru.  Hún brá sér því út að taka þær inn áður en nágrannakonan kæmi.  Sú kom auðvitað aðvífandi þegar hún var að taka þær niður.  Kristín var fljót til og sagði “Við gerum þetta alltaf svona á Siglufirði”. 
----
Síðan hef ég ekki gert slátur....já við erum ennþá vinkonur og ég er hætt að drekka.....Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

ALVEG - eitt mesta og frægasta uppátæki ykkar frá því í "den"....Sé ykkur alveg í anda, ætla að klára þetta í hvelli og skella ykkur svo á djammið !  Væri líklega viskulegri sláturgerð hjá ykkur í dag....ykkur hefur ekki dottið í hug að endurtaka leikinn, bara aðeins öðruvísi hehehehe... Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 08:06

2 Smámynd: G Antonia

hehehe!!!! geðveikt fyndin saga, heheheh!!!!

En ég er að fara í smá frí til Spánar, vona að þið hafið það gott hér og góða ferð til Póllands elskan, .....
ég kem rétt fyrir ykkar brottför, og næ að kasta kveðju og segja bless þá

Hefði svo þurft að ná aðeins í Kristínu en ég sver það, það er búið að vera svo mikið að gera að enginn tími hefur verið afgangs nema næturnar og þá sofa flestir.... en ég hringi bara í hana að utan...
HEHEEHEHHE en flott saga, samt!!!!
bestu kv

G Antonia, 12.9.2007 kl. 08:22

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góða ferð Guðbjörg.  Nei Magga NEI....Þetta verður ekki endurtekið....

Vilborg Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Je minn eini Vilborg, ef við segðum frá öllum hinum "sönnu" sögunum..

Eitt man ég þó eftir þessari sláturgerð, það var hryllilegt að SKÚRA gólfið á mánudeginum.. og frúin við hliðina lét snúruna í friði lengi vel á eftir

Kristín Sigurjónsdóttir, 12.9.2007 kl. 19:32

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hvenær ferðu til Póllands?

Marta B Helgadóttir, 12.9.2007 kl. 19:47

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær saga

Marta B Helgadóttir, 12.9.2007 kl. 19:49

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já Kristín, góð saga má aldrei líða fyrir sannleikann!! Samkvæmt mínu minni hefðum við alveg eins ghafa getað hengt helv....vambirnar út á snúru og farið svo í Sjallann en......-Marta við Kristín förum saman til Póllands þann 29. sept, flugum með hinni illræmdu Dash flugvél SAS frá Gdansk til Köben í fyrra.  Nú er búið að kyrrsetja þær en vonandi veðum við Kristín þó ekki kyrrsettar líka...

Vilborg Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 21:14

8 Smámynd: Agný

Flottar á því þú og vinkonur þínar  ég flutti akkúrat þetta ár hingað á suðvestur hornið..Kanski ef ég færi að spyrja mína kunningja fyrir norðan hvort þeir kannist eitthvað við að hafa séð vambir blakta í vindinum´á þvotta snúrunum einhvernveginn kæmi mér það ekki á óvart þó svo hefði verið en viðkomandi valið að halda kjafti því hann sæi örugglega ofsjónir vegna áfengisneyslu

Agný, 13.9.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband