mán. 10.9.2007
Vinkonumatur
Var boðin í hádegisverð heima hjá góðri vinkonu minni Gerði Gunnarsdóttur myndhöggvara í dag. Ásamt annarri góðri vinkonu Elínu Vigfúsdóttur. Mikið er gaman að koma svona saman og spjalla um allt og ekkert. Skoða glæsilegu listaverkin hennar Gerðar. Hún tekur þátt í alþjóðlegri listmunasamkeppni um verðlaunagripi fyrir Olympíuleikana sem haldnir verða í Kína 2008.
Hér er smá innsýn í verk hennar. Einnig Olympíuverkin hennar á bls 15 í seinni tengli, fjórða mynd frá hægri.
http://www.china.org.cn/english/features/olympicsculpture/204323_15.htm
Helgin var fín. Við Magga systir skelltum okkur á opnun á sýningu Eggerts Péturssonar á Kjarvalsstöðum. Það var alveg einstök upplifun. Einnig var Helgi Gíslason myndhöggvari með lágmyndasýningu. Mjög gaman. Fjórir hressir ömmu og afastrákar voru hjá okkur í gær og er mjög gefandi að umgangast þá. Börn eru svo undursamleg og "leiðrétta" mann oftar en ekki af einhverri vitleysunni.....
Athugasemdir
Greiniega gaman hjá þér. Hvernig gengur að lesa Kundera??
Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 20:47
Það gengur vel. Búin með meira en hálfa bókina. Seinlesin....en þér?'
Vilborg Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 21:21
Ó já það er eitt það skemmtilegasta sem ég veit að hitta vinkonur svona og fara á listsyningar kaffihús eða e-ð í þeim dúr.
Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.