Vinkonumatur

Var boðin í hádegisverð heima hjá góðri vinkonu minni Gerði Gunnarsdóttur myndhöggvara í dag.  Ásamt annarri góðri vinkonu Elínu Vigfúsdóttur.  Mikið er gaman að koma svona saman og spjalla um allt og ekkert.  Skoða glæsilegu listaverkin hennar Gerðar.  Hún tekur þátt í alþjóðlegri listmunasamkeppni um verðlaunagripi fyrir Olympíuleikana sem haldnir verða í Kína 2008.
Hér er smá innsýn í verk hennar. Einnig Olympíuverkin hennar á bls 15 í seinni tengli, fjórða mynd frá hægri.
http://www.china.org.cn/english/features/olympicsculpture/204323_15.htm

Helgin var fín.  Við Magga systir skelltum okkur á opnun á sýningu Eggerts Péturssonar á Kjarvalsstöðum.  Það var alveg einstök upplifun.  Einnig var Helgi Gíslason myndhöggvari með lágmyndasýningu.  Mjög gaman.  Fjórir hressir ömmu og afastrákar voru hjá okkur í gær og er mjög gefandi að umgangast þá.  Börn eru svo undursamleg og "leiðrétta" mann oftar en ekki af einhverri vitleysunni.....Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greiniega gaman hjá þér. Hvernig gengur að lesa Kundera??

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það gengur vel.  Búin með meira en hálfa bókina. Seinlesin....en þér?'

Vilborg Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ó já það er eitt það skemmtilegasta sem ég veit að hitta vinkonur svona og fara á listsyningar kaffihús eða e-ð í þeim dúr.

Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband