Ný mynd

Við Magga systir drifum í því í dag að taka nýjar myndir fyrir bloggsíður okkar.  Mín er þegar komin í stað hinnar sem tekin var með diplomað frá Póllandi í janúar.  Nýja myndin er tekin í stofunni hjá mömmu og pabba og er mynd af æskuslóðunum á Sauðanesi við Siglufjörð í baksýn.  Hvernig er það segir maður þá núna Sauðanesi við Fjallabyggð?  (Smá útúrsnúningur).
bloggmyndir 008
Vilborg Traustadóttir hin vogskorna!W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvar á landinu býr svo frúin. ???

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Í henni Djúpuvík með aðsetur í Reykjavík.  Er eins og þingmennirnir....

Vilborg Traustadóttir, 8.9.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Vona að þú fáir dreifbýlisstyrk eins og þingmennirnir

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.9.2007 kl. 21:37

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

 RÉTT AÐ SÆKJA UM ÞAÐ!!!

Vilborg Traustadóttir, 8.9.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að sjá nýja og flotta mynd Vilborg.  Enn eru hamskiptin að gerast hjá fólkinu á blogginu. 

Marta B Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 01:11

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Langflottust... og hef ég líka sterkar taugar til Fjallabyggðar, nei annars, ég hef víst aldrei búið þar .... taugar til Siglufjarðar og Sauðanesið er fallegt. Ég verð ég alltaf jafnglöð þegar ég er komin að Sauðanesi í ferðum mínum heim á Sigló.

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.9.2007 kl. 09:06

7 Smámynd: Brattur

... æðisleg mynd Vilborg... þú ert ekkert annað en FLOTT!

Brattur, 9.9.2007 kl. 21:56

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vilborg er þetta semsagt BEFORE myndin eða hvað -  fáum við svo kannski AFTER mynd þegar þú kemur heim úr Detox ferðinni? 

Marta B Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 22:31

9 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk fyrir síðast Vilborg, þetta var stutt en skemmtilegt og sýningin alveg æðisleg. 'Ég sá líkt og með öðrum augum landslagið á heimleiðinni í gær, það var að vísu rigning og sól til skiptis.......Hafði ekki tíma til þess að opna tölvupóstinn í gær. En myndin af þér er góð.  Og til hamingju með búferlaflutningana til Djúpuvíkur..Heyrumst. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 08:14

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æ hvað þið eruð öll sæt við mig (ef mig skyldi kalla)...  Já Marta þetta er BEFORE mynd ég lofa nýrri AFTER  detox í Póllandi.....takk öll...

Vilborg Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 17:57

11 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Svolítið sniðugt að sjá okkur svona í svipaðri uppstillingu á sama stað og á svipuðum tíma.....það er eins og við séum tilbúnar að leggja af stað í langferð, ....stika hratt..."frá nesinu góða" Þarna er eins og lífsganga okkar sé að byrja og er auðsjáanlega ekki lokið - nei, aldeilis ekki !!! Við erum ennþá í hörku sveiflu !!

Skrítið hvernig ég sá þetta fyrir mér, var svolítið "súríalískt".............Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 19:50

12 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he já... Mér datt í hug fjallkonur eða tröllkonur...t.d. Tröllkonan sem renndi sér niður Setann og Herkonugilið heitir eftir .  Herkonugilið má sjá á myndinni af mér í baksýn og gengur alveg fram í sjó.  Var faratálmi í gamla daga þegar við fórum ýmist Efri eða Neðri (kinda) götuna inn á Dalabæ. Það ber aðeins við öxlina á þér á myndinni.

Vilborg Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 20:03

13 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Nei. ekki tröllkonur, e.t.v fjallkonur, vorum nú duglegar á fjöllum hér áður firr, allavega elti ég pabba á öll fjöll.....En verum bara glaðar með okkur, höldum allavega kímnigáfunni, þrátt fyrir allt  En Pólland það er málið - sé það núna !á þessu andartaki.....Ma.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 10.9.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband