lau. 8.9.2007
Strandamenn erum vér
Við hjónin fluttum lögheimili okkar til Djúpuvíkur á Ströndum nú síðsumars. Við það fjölgaði íbúum Árneshrepps úr 39 í 41. Það væri synd að segja annað en vel er tekið á móti okkur. Héraðsfréttblað sett á laggirnar, það er verið að leggja nýjan veg um Arnkötludal fyrir okkur og áfram mætti telja. Það er eiginlega verra að við hyggjum ekki á barneignir. Þá yrði byggður leikskóli. Hins vegar er þegar hafinn undirbúningur að því að reisa elliheimili á Djúpuvík. Ásbjörn frændi hafði orð á því í sumar.
Orð eru til alls fyrst!
Hafin útgáfa héraðsfréttablaðs á Ströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.