fim. 6.9.2007
Pavarotti allur
Hinn ótrúlegi söngvari Luciano Pavarotti er allur. Hnn lést í nótt umvafin fjölskyldu sinni. Pavarotti hafði eintæða rödd sem unun var að hlýða á. Hann hafði skemmtilega og líflega framkomu þegar það átti við. Hann var ófeiminn við að koma fram með ólíklegustu skemmtikröftum eins og t.d. Spice Girls. Hann fékk skömm í hattinn fyrir það frá sumum. Hann svaraði fullum hálsi og sagði að gott lag væri betra en léleg ópera. Maður veltir fyrir sér ódauðleikanum og því hvernig svona maður getur yfirleitt dáið. Þá áttar maður sig á því að það gerir hann ekki. Hann lifir áfram í verkum sínum og í hugum og hjörtum þeirra sem dáðu hann. Hann gaf af sér þá gjöf að gleðja og upphefja í list sinni. Fyrir það getum við verið þakklát. Í auga mínu leynist auðmjúkt tár sem leitar fram.
Þakklætistár.
![]() |
Domingo segir rödd Pavarottis hafa verið "einstæða Guðsgjöf" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Athugasemdir
Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.