Amma í fullu starfi

Ég var að "ammast" í dag.  Yngsta barnabarnið (af fjórum, allt strákar) var hér frá kl 8.00 og var að fara rétt í þessu.  Eldri bróðir hans var með fyrsta kastið og skutluðum við honum á leikskólann um hálf tíu.  Þeir hlusta gjarnan á lagið Ísabella (ég fór með ömmu í berjamó) með Láru Stefánsdóttur þegar við erum að keyra á milli staða.  Þeir syngja hátt og snjallt með.  Líka sá yngsti.  Þó hann sé ekki farinn að tala mikið.  
Joyful
Nú er svo komið að sá yngsti er að byrja á leikskólanum í næstu viku þannig að "ömmustarfið" mun skerðast stórlega við það.  Kannski maður fari bara að bródera út í eitt?
LoL
Ég fer á námskeið til Akureyrar kring um 20. sept og mun nema myndlist hjá Erni Inga.  Það verður gaman og hver veit nema amman "finni sig" í því?
Smile
Ég var í smá leiðsögn hjá honum og Margréti Traustadóttur í sumar og líkaði vel.
InLove
Svo verða einhver ráð með að "ammast" áfram þó það verði í minna mæli.
Cool
Fer til Póllands á heilsuhæli um mánaðamótin og verð vonandi alveg eitilhress eftir það.
Wizard
Þannig að allt verður gert til að bægja yfirvofandi "tilvistarkreppu" ömmunnar inn á farsælar brautir.Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er glæsilegt plan, mjög flott!

Mig langar svo að vita meira um þetta heilsuhæli í Póllandi. Áttu link handa mér til að skoða á vefnum?

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

www.detox.is einnig á pólsku http://uzboja.pl sem er heilsuhótelið sem við vorum á.  set fleiri inn ef ég finn.  Svo erum við Póllandsfarar með síðu á blogcentralnum.

Vilborg Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 18:22

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vilborg Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Auðvitað elskar maður barnabörnin útaf lífinu en það er þó kostur að geta fengið þau "lánuð" og skilað þeim svo til síns heima. Það eru svo mörg áhugamál sem bíða þessa aldurs....sem við erum á ....sjáðu bara dagskrána hjá þér !! Fullur mánuður af allskonar spennandi hlutum Við erum búnar að skila þessu góða hlutverki og getum glaðst yfir hvað börnin okkar eru að gera góða hluti í lífinu. Engin hætta á að þú dettir alveg útúr hlutverkinu þó í minna mæli verði....Lífið heldur áfram í gleði og ánægju... !!! Magga systir...sjáumst á laugardaginn

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Brattur

... gaman að heyra þetta með lagið hennar Láru, enda ótúrlega skemmtilegt og börnum virðist falla við það strax... þú verður farin að mála á fullu áður en þú veist af... þú getur allt...

Brattur, 6.9.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hlakka til að hitta ykkur Magga og líka að koma norður á námskeiðið. Þú ert ótrúlega þolinmóður leiðbeinandi við listmálunina og býrð yfir tækni og ögun sem ég er gersneydd.Brattur lagið hennar Láru o.fl. lög á diskinum gætu náð miklum vinsældum ef þau yrðu gefin út fyrir almenning.  Takk fyrir complimentið....

Vilborg Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband