mið. 5.9.2007
Ort við myndir
Eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef fengið lengi er að yrkja við málverk Möggu systur. Ég fékk nokkarar myndir á póstinum frá henni í gær og orti við þær ljóð.
Þð verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá henni en til stendur að hafa sýningu á verkunum fljótlega.
Það eru fleiri að spreyta sig á þessu verkefni með aðrar myndir hennar. Þetta er svona eins og að vera í leshring. Spennadi að sjá hvernig sýningin verður þegar upp verður staðið.
Ég sat með myndirnar á skjánum í gær og ljóðin steymdu fram. Vonandi getum við sýnt bloggverjum afraksturinn seinna. Fyrst verður sýningin að fá að gera sig.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Og ekki síður skemmtilegt fyrir mig að fá ljóðin til baka, og fá svona sæluhroll niður eftir bakinu a fþví að allt gengur svona vel upp !...Frábært samstarf...og mikið skemmtilegra en að gera ljóðin sjálf og þú ert ekki smá fljót að hrista þetta fram úr erminni.
Ekki galin hugmynd að hafa síðar sýningu í bloggheimum á ljóðum og myndum.... Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.9.2007 kl. 16:00
Vonandi sýnið þið þetta síðan á blogginu, það væri gaman.
Marta B Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 18:51
Verður örugglega gert Marta ef ég þekki okkur Vilborgu rétt - erum að fara saman á myndlistarnámskeið núna í september - svo við erum með margt í pokahorninu !!
Ljóðin hennar Vilborgar eru að "rokka feitt" við myndirnar mínar.....látum vita um framvindu mála. Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 5.9.2007 kl. 20:57
já, þetta er mjög spennandi... en hrikalega ertu fljót og frjó Vilborg að vinna... ég held ég viti hvað þetta er... ég er í öðru verkefni og þarf að klára það, svo kemur þetta næst... get ekki gert tvennt í einu, karlmaður, sjáðu...
Brattur, 6.9.2007 kl. 11:09
Brattur segðu bara eins og "frúin eina sanna" "Minn tími mun koma"...MT
Magga (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:17
Það verður gaman að sjá sýninguna Magga og Marta, bæði fyrir norðan og svo á netinu!!!Brattur ............En það verða bara magnaðri ljóð því lengur sem þau eru að fæðast.....gerjast....
Vilborg Traustadóttir, 6.9.2007 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.